Innlent

Ferðamaður tók fram úr lögreglubíl á fleygiferð

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónar óttuðust að ferðamaðurinn myndi keyra aftan á þá.
Lögregluþjónar óttuðust að ferðamaðurinn myndi keyra aftan á þá. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á Suðurnesjum svipti í gær erlendan ökumann ökuréttindum til bráðabirgða. Það var gert eftir að hann mældist á 150 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að lögregluþjónar við umferðareftirlit töldu að ferðamaðurinn myndi keyra aftan á þá og skiptu um akrein. Þá ók hann fram úr þeim á 150 kílómetra hraða.Auk ökumanns voru fullorðinn farþegi svo og 10 ára barn í bifreiðinni. Ökuskírteini hans var tekið af honum og getur hann sótt það þegar hann fer úr landi.Á fjórða tug ökumanna hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu á síðustu dögum. Einn þeirra mun hafa ekið á 61 kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn er 30. Annar mældist á 145 km hraða á Reykjanesbrautinn, þar sem hámarkshraði er 90.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.