Innlent

Ferðamaður tók fram úr lögreglubíl á fleygiferð

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónar óttuðust að ferðamaðurinn myndi keyra aftan á þá.
Lögregluþjónar óttuðust að ferðamaðurinn myndi keyra aftan á þá. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum svipti í gær erlendan ökumann ökuréttindum til bráðabirgða. Það var gert eftir að hann mældist á 150 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að lögregluþjónar við umferðareftirlit töldu að ferðamaðurinn myndi keyra aftan á þá og skiptu um akrein. Þá ók hann fram úr þeim á 150 kílómetra hraða.

Auk ökumanns voru fullorðinn farþegi svo og 10 ára barn í bifreiðinni. Ökuskírteini hans var tekið af honum og getur hann sótt það þegar hann fer úr landi.

Á fjórða tug ökumanna hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu á síðustu dögum. Einn þeirra mun hafa ekið á 61 kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn er 30. Annar mældist á 145 km hraða á Reykjanesbrautinn, þar sem hámarkshraði er 90.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.