Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um að lítil flugvél hafi brotlent á Skálafelli.

Flugmaðurinn, sem var einn í vélinni, var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Fjallað verður nánar um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir.

Öll gjöld sem ríkið leggur á eins og eldsneytisgjald, áfengisgjald og önnur gjöld hækka um 2,5 prósent milli ára samkvæmt bandormsfrumvarpi fjármálaráðherra sem hann mælti fyrir á Alþingi í dag. Framíköll og snörp orðaskipti áttu sér stað á þinginu í dag.

Forsætisráðherra setti alþjóðlega ráðstefnu um #Metoo í dag og Hæstiréttur Bretlands fjallaði um lögmæti ákvörðunar ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um frestun þingfunda fram í október.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×