Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar

Viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um að lítil flugvél hafi brotlent á Skálafelli.

Flugmaðurinn, sem var einn í vélinni, var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Fjallað verður nánar um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir.

Öll gjöld sem ríkið leggur á eins og eldsneytisgjald, áfengisgjald og önnur gjöld hækka um 2,5 prósent milli ára samkvæmt bandormsfrumvarpi fjármálaráðherra sem hann mælti fyrir á Alþingi í dag. Framíköll og snörp orðaskipti áttu sér stað á þinginu í dag.

Forsætisráðherra setti alþjóðlega ráðstefnu um #Metoo í dag og Hæstiréttur Bretlands fjallaði um lögmæti ákvörðunar ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um frestun þingfunda fram í október.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.