Miðflokkurinn myndi fagna uppstokkun á skipan nefnda Heimir Már Pétursson skrifar 17. september 2019 19:15 Formaður þingflokks Miðflokksins segir flokkinn vilja standa við samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannasembætta í nefndum Alþingis sem gert var eftir myndun ríkisstjórnarinnar. Standi aðrir flokkar ekki við það vilji Miðflokkurinn stokka alla skipan í nefndir upp enda flokkurinn orðinn sá fjölmennasti í stjórnarandstöðu. Ekki tókst að skipa Bergþór Ólason þingmanna Miðflokksins á ný í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í morgun að tillögu Miðflokksins. Þingmaður Viðreisnar í nefndinni tók undir tillögu áhreynarfulltrúa Pírata sem ekki hefur atkvæðarétt, að Karl Gauti Hjaltason samflokksmaður Bergþórs yrði formaður.Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er sitjandi formaður nefndarinnar.vísir/egillJón Gunnarsson sitjandi formaður nefndarinnar frestaði fundi þegar þessi staða kom upp og segir stjórnarandstöðuna verða að leysa úr því hvernig hún skipar í nefndir samkvæmt samkomulagi stjórnar- og stjórnarandstöðu frá upphafi kjörtímabilsins. „Þannig að þau verða fyrst og fremst að leysa þetta sín á milli í minnihlutanum.“ En er ekki óvenjulegt að það komi í raun og veru fram tillögur um tvo nefndarformenn úr sama flokki? „Jú það er mjög óvenjulegt. Og þá er tilefni til að skoða málið,“ sagði Jón að loknum nefndarfundi. Nefndin fundar aftur á morgun þar sem væntanlega verður gerð tilraun til að skipa Bergþór í formannsembættið. En hann lét tímabundið af formennsku í byrjun febrúar þegar nefndin varð nánast óstarfhæf eftir að samræður fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins á klausturbarnum voru gerðar opinberar. Gunnar Bragi Sveinsson formaður þingflokks Miðflokksins vill að staðið verði við samkomulagstjórnar og stjórnarandstöðu um skipan nefndarformanna. Það sé hins vegar ekki annarra flokka að ráða því hvern Miðflokkurinn skipar til verka. Að öðrum kosti sé samkomulagið í uppnámi. „Já, að sjálfsögðu er það. Við höfum náttúrlega líka lagt áherslu á það Miðflokkurinn að nú erum við stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og finnst að sjálfsögðu eðlilegt að það sé kosið upp á nýtt og skipað á ný í nefndir. Og fari allt í háaloft er að sjálfsögðu tækifæri til þess,“ segir Gunnar Bragi. Alþingi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Formaður þingflokks Miðflokksins segir flokkinn vilja standa við samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannasembætta í nefndum Alþingis sem gert var eftir myndun ríkisstjórnarinnar. Standi aðrir flokkar ekki við það vilji Miðflokkurinn stokka alla skipan í nefndir upp enda flokkurinn orðinn sá fjölmennasti í stjórnarandstöðu. Ekki tókst að skipa Bergþór Ólason þingmanna Miðflokksins á ný í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í morgun að tillögu Miðflokksins. Þingmaður Viðreisnar í nefndinni tók undir tillögu áhreynarfulltrúa Pírata sem ekki hefur atkvæðarétt, að Karl Gauti Hjaltason samflokksmaður Bergþórs yrði formaður.Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er sitjandi formaður nefndarinnar.vísir/egillJón Gunnarsson sitjandi formaður nefndarinnar frestaði fundi þegar þessi staða kom upp og segir stjórnarandstöðuna verða að leysa úr því hvernig hún skipar í nefndir samkvæmt samkomulagi stjórnar- og stjórnarandstöðu frá upphafi kjörtímabilsins. „Þannig að þau verða fyrst og fremst að leysa þetta sín á milli í minnihlutanum.“ En er ekki óvenjulegt að það komi í raun og veru fram tillögur um tvo nefndarformenn úr sama flokki? „Jú það er mjög óvenjulegt. Og þá er tilefni til að skoða málið,“ sagði Jón að loknum nefndarfundi. Nefndin fundar aftur á morgun þar sem væntanlega verður gerð tilraun til að skipa Bergþór í formannsembættið. En hann lét tímabundið af formennsku í byrjun febrúar þegar nefndin varð nánast óstarfhæf eftir að samræður fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins á klausturbarnum voru gerðar opinberar. Gunnar Bragi Sveinsson formaður þingflokks Miðflokksins vill að staðið verði við samkomulagstjórnar og stjórnarandstöðu um skipan nefndarformanna. Það sé hins vegar ekki annarra flokka að ráða því hvern Miðflokkurinn skipar til verka. Að öðrum kosti sé samkomulagið í uppnámi. „Já, að sjálfsögðu er það. Við höfum náttúrlega líka lagt áherslu á það Miðflokkurinn að nú erum við stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og finnst að sjálfsögðu eðlilegt að það sé kosið upp á nýtt og skipað á ný í nefndir. Og fari allt í háaloft er að sjálfsögðu tækifæri til þess,“ segir Gunnar Bragi.
Alþingi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira