Miðflokkurinn myndi fagna uppstokkun á skipan nefnda Heimir Már Pétursson skrifar 17. september 2019 19:15 Formaður þingflokks Miðflokksins segir flokkinn vilja standa við samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannasembætta í nefndum Alþingis sem gert var eftir myndun ríkisstjórnarinnar. Standi aðrir flokkar ekki við það vilji Miðflokkurinn stokka alla skipan í nefndir upp enda flokkurinn orðinn sá fjölmennasti í stjórnarandstöðu. Ekki tókst að skipa Bergþór Ólason þingmanna Miðflokksins á ný í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í morgun að tillögu Miðflokksins. Þingmaður Viðreisnar í nefndinni tók undir tillögu áhreynarfulltrúa Pírata sem ekki hefur atkvæðarétt, að Karl Gauti Hjaltason samflokksmaður Bergþórs yrði formaður.Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er sitjandi formaður nefndarinnar.vísir/egillJón Gunnarsson sitjandi formaður nefndarinnar frestaði fundi þegar þessi staða kom upp og segir stjórnarandstöðuna verða að leysa úr því hvernig hún skipar í nefndir samkvæmt samkomulagi stjórnar- og stjórnarandstöðu frá upphafi kjörtímabilsins. „Þannig að þau verða fyrst og fremst að leysa þetta sín á milli í minnihlutanum.“ En er ekki óvenjulegt að það komi í raun og veru fram tillögur um tvo nefndarformenn úr sama flokki? „Jú það er mjög óvenjulegt. Og þá er tilefni til að skoða málið,“ sagði Jón að loknum nefndarfundi. Nefndin fundar aftur á morgun þar sem væntanlega verður gerð tilraun til að skipa Bergþór í formannsembættið. En hann lét tímabundið af formennsku í byrjun febrúar þegar nefndin varð nánast óstarfhæf eftir að samræður fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins á klausturbarnum voru gerðar opinberar. Gunnar Bragi Sveinsson formaður þingflokks Miðflokksins vill að staðið verði við samkomulagstjórnar og stjórnarandstöðu um skipan nefndarformanna. Það sé hins vegar ekki annarra flokka að ráða því hvern Miðflokkurinn skipar til verka. Að öðrum kosti sé samkomulagið í uppnámi. „Já, að sjálfsögðu er það. Við höfum náttúrlega líka lagt áherslu á það Miðflokkurinn að nú erum við stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og finnst að sjálfsögðu eðlilegt að það sé kosið upp á nýtt og skipað á ný í nefndir. Og fari allt í háaloft er að sjálfsögðu tækifæri til þess,“ segir Gunnar Bragi. Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Formaður þingflokks Miðflokksins segir flokkinn vilja standa við samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannasembætta í nefndum Alþingis sem gert var eftir myndun ríkisstjórnarinnar. Standi aðrir flokkar ekki við það vilji Miðflokkurinn stokka alla skipan í nefndir upp enda flokkurinn orðinn sá fjölmennasti í stjórnarandstöðu. Ekki tókst að skipa Bergþór Ólason þingmanna Miðflokksins á ný í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í morgun að tillögu Miðflokksins. Þingmaður Viðreisnar í nefndinni tók undir tillögu áhreynarfulltrúa Pírata sem ekki hefur atkvæðarétt, að Karl Gauti Hjaltason samflokksmaður Bergþórs yrði formaður.Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er sitjandi formaður nefndarinnar.vísir/egillJón Gunnarsson sitjandi formaður nefndarinnar frestaði fundi þegar þessi staða kom upp og segir stjórnarandstöðuna verða að leysa úr því hvernig hún skipar í nefndir samkvæmt samkomulagi stjórnar- og stjórnarandstöðu frá upphafi kjörtímabilsins. „Þannig að þau verða fyrst og fremst að leysa þetta sín á milli í minnihlutanum.“ En er ekki óvenjulegt að það komi í raun og veru fram tillögur um tvo nefndarformenn úr sama flokki? „Jú það er mjög óvenjulegt. Og þá er tilefni til að skoða málið,“ sagði Jón að loknum nefndarfundi. Nefndin fundar aftur á morgun þar sem væntanlega verður gerð tilraun til að skipa Bergþór í formannsembættið. En hann lét tímabundið af formennsku í byrjun febrúar þegar nefndin varð nánast óstarfhæf eftir að samræður fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins á klausturbarnum voru gerðar opinberar. Gunnar Bragi Sveinsson formaður þingflokks Miðflokksins vill að staðið verði við samkomulagstjórnar og stjórnarandstöðu um skipan nefndarformanna. Það sé hins vegar ekki annarra flokka að ráða því hvern Miðflokkurinn skipar til verka. Að öðrum kosti sé samkomulagið í uppnámi. „Já, að sjálfsögðu er það. Við höfum náttúrlega líka lagt áherslu á það Miðflokkurinn að nú erum við stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og finnst að sjálfsögðu eðlilegt að það sé kosið upp á nýtt og skipað á ný í nefndir. Og fari allt í háaloft er að sjálfsögðu tækifæri til þess,“ segir Gunnar Bragi.
Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira