Lífið

Ein skærasta stjarna NBA deildarinnar birtir myndir frá Íslandsför sinni

Andri Eysteinsson skrifar
Steph og Ayesha á góðri stundu
Steph og Ayesha á góðri stundu Instagram/StephenCurry30
Steph Curry, þrefaldur NBA-meistari með liði Golden State Warriors er staddur hér á landi ásamt eiginkonu sinni Ayeshu Curry og vinum sínum, Barr hjónunum.

Curry sem hefur í tvígang verið valinn besti leikmaður NBA deildarinnar og er af flestum talin besta skytta körfuboltasögunnar birti í dag myndir frá heimsókn sinni á skerið í norðri eins og hann segir.

Á meðal þess sem Curry hjónin hafa verið að bralla á landinu er heimsókn í Bláa Lónið, jöklaferð og fjórhjólaferð. Þá herma heimildir Vísis að Ayesha hafi sótt veitingastaðinn Óx á Laugarvegi heim.

Ásamt því héldu þau í hellaskoðun í Þríhnúkagíg. Þá greinir Ayesha Curry sem á fjölda veitingastaða vestan hafs, frá því að hjónin hafi bragðað 800 ára gamalt jökulvatn.

 
 
 
View this post on Instagram
On the rock up north with MY rock! #iceland

A post shared by Wardell Curry (@stephencurry30) on Sep 1, 2019 at 7:11am PDT

 
 
 
View this post on Instagram
We climbed, we explored, we conquered. I think we may be expert adventurers now.

A post shared by Ayesha Curry (@ayeshacurry) on Sep 1, 2019 at 7:20am PDT


Tengdar fréttir

Magnaður Curry leiddi Warriors til sigurs

Stephen Curry er nýstiginn upp úr meiðslum en það kom ekki að sök þegar Golden State Warriors mætti Atlanta Hawks í NBA deildinni í nótt. Curry setti 30 stig á 29 mínútum í sigri Warriors.

„Við réðum ekkert við Curry sem var stórkostlegur“

NBA-meistarar Golden State Warriors þurftu algjöran stórleik frá Stephen Curry til að vinna Dallas Mavericks í NBA-deildinni í nótt en Houston Rockets tapaði aftur á móti í Orlando þar sem James Harden klikkaði á sextán þriggja stiga skotum í leiknum. Los Angeles Lakers tapaði síðan á heimavelli á móti Cleveland.

Steph Curry skaut Portland í kaf

Golden State Warriors er komið í 1-0 í einvígi sínu gegn Portland Trailblazers í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar eftir sannfærandi sigur í nótt, 116-94.

Curry í fimmtán þúsund stigin og Durant upp fyrir Larry Bird

Stephen Curry og Kevin Durant náðu báðir flottum tímamótum í öruggum sigri Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Russell Westbrook var þrennu og James Harden skoraði 47 stig í sigrum sinna liða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×