Lífið

Ein skærasta stjarna NBA deildarinnar birtir myndir frá Íslandsför sinni

Andri Eysteinsson skrifar
Steph og Ayesha á góðri stundu
Steph og Ayesha á góðri stundu Instagram/StephenCurry30

Steph Curry, þrefaldur NBA-meistari með liði Golden State Warriors er staddur hér á landi ásamt eiginkonu sinni Ayeshu Curry og vinum sínum, Barr hjónunum.

Curry sem hefur í tvígang verið valinn besti leikmaður NBA deildarinnar og er af flestum talin besta skytta körfuboltasögunnar birti í dag myndir frá heimsókn sinni á skerið í norðri eins og hann segir.

Á meðal þess sem Curry hjónin hafa verið að bralla á landinu er heimsókn í Bláa Lónið, jöklaferð og fjórhjólaferð. Þá herma heimildir Vísis að Ayesha hafi sótt veitingastaðinn Óx á Laugarvegi heim.

Ásamt því héldu þau í hellaskoðun í Þríhnúkagíg. Þá greinir Ayesha Curry sem á fjölda veitingastaða vestan hafs, frá því að hjónin hafi bragðað 800 ára gamalt jökulvatn.

 
 
 
View this post on Instagram
On the rock up north with MY rock! #iceland
A post shared by Wardell Curry (@stephencurry30) on
 
 
 
View this post on Instagram
We climbed, we explored, we conquered. I think we may be expert adventurers now.
A post shared by Ayesha Curry (@ayeshacurry) on


Tengdar fréttir

Steph Curry skaut Portland í kaf

Golden State Warriors er komið í 1-0 í einvígi sínu gegn Portland Trailblazers í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar eftir sannfærandi sigur í nótt, 116-94.

„Við réðum ekkert við Curry sem var stórkostlegur“

NBA-meistarar Golden State Warriors þurftu algjöran stórleik frá Stephen Curry til að vinna Dallas Mavericks í NBA-deildinni í nótt en Houston Rockets tapaði aftur á móti í Orlando þar sem James Harden klikkaði á sextán þriggja stiga skotum í leiknum. Los Angeles Lakers tapaði síðan á heimavelli á móti Cleveland.

Magnaður Curry leiddi Warriors til sigurs

Stephen Curry er nýstiginn upp úr meiðslum en það kom ekki að sök þegar Golden State Warriors mætti Atlanta Hawks í NBA deildinni í nótt. Curry setti 30 stig á 29 mínútum í sigri Warriors.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.