Innlent

Sár og svekkt með íslenska fána og trefla á Austurvelli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fánalitirnir eru áberandi á Austurvelli.
Fánalitirnir eru áberandi á Austurvelli. Vísir/Vilhelm
Þriðji orkupakkinn var samþykktur með 46 atkvæðum gegn 13 á Alþingi fyrir hádegi. Töluverður hiti var í þingmönnum í þingsal þar sem margir hverjir gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Sömuleiðis var hiti á þingpöllunum þar sem vísa þurfti gesti frá vegna láta.

Líklega um áttatíu til hundrað manns eru saman komin á Austurvelli þar sem ræður eru fluttar með aðstoð míkrafóns og magnara. Ljóst er að vonbrigði fólksins eru mikil með niðurstöðuna.

Margir bera skilti þar sem þeirra skoðun á því hvers vegna hafna ætti orkupakkanum er útskýrð. Þá má sjá íslenska fána og trefla sem er væntanlega vísun til þess sem þetta fólk telur vera framsal á fullveldi, þ.e. samþykkt pakkans.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók meðfylgjandi myndir á Alþingi í morgun og hádeginu.

Fólk á Austurvelli er allt annað en sátt með niðurstöðuna.Vísir/Vilhelm
Fulltrúar lögreglu fylgjast með því að allt fari vel fram.Vísir/Vilhelm
Líklega eru tæplega hundrað manns á Austurvelli.Vísir/Vilhelm
Katrín Jakobsdóttir hvatti Miðflokksmenn til að vera samkvæmir sjálfum sér og láta sig það varða að tekin verði afstaða til nýrrar stjórnarskrár þar sem tryggt er, og kveðið skýrt á um að auðlindir Íslands séu í eigu þjóðarinnar.Vísir/Vilhelm
Langatöng sást á þingpöllum Alþingis.Vísir/Vilhelm
Hönd á lofti á þingpöllunum á meðan umræður fóru fram.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×