Líklega um áttatíu til hundrað manns eru saman komin á Austurvelli þar sem ræður eru fluttar með aðstoð míkrafóns og magnara. Ljóst er að vonbrigði fólksins eru mikil með niðurstöðuna.
Margir bera skilti þar sem þeirra skoðun á því hvers vegna hafna ætti orkupakkanum er útskýrð. Þá má sjá íslenska fána og trefla sem er væntanlega vísun til þess sem þetta fólk telur vera framsal á fullveldi, þ.e. samþykkt pakkans.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók meðfylgjandi myndir á Alþingi í morgun og hádeginu.





