Innlent

Sár og svekkt með íslenska fána og trefla á Austurvelli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fánalitirnir eru áberandi á Austurvelli.
Fánalitirnir eru áberandi á Austurvelli. Vísir/Vilhelm

Þriðji orkupakkinn var samþykktur með 46 atkvæðum gegn 13 á Alþingi fyrir hádegi. Töluverður hiti var í þingmönnum í þingsal þar sem margir hverjir gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Sömuleiðis var hiti á þingpöllunum þar sem vísa þurfti gesti frá vegna láta.

Líklega um áttatíu til hundrað manns eru saman komin á Austurvelli þar sem ræður eru fluttar með aðstoð míkrafóns og magnara. Ljóst er að vonbrigði fólksins eru mikil með niðurstöðuna.

Margir bera skilti þar sem þeirra skoðun á því hvers vegna hafna ætti orkupakkanum er útskýrð. Þá má sjá íslenska fána og trefla sem er væntanlega vísun til þess sem þetta fólk telur vera framsal á fullveldi, þ.e. samþykkt pakkans.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók meðfylgjandi myndir á Alþingi í morgun og hádeginu.

Fólk á Austurvelli er allt annað en sátt með niðurstöðuna. Vísir/Vilhelm
Fulltrúar lögreglu fylgjast með því að allt fari vel fram. Vísir/Vilhelm
Líklega eru tæplega hundrað manns á Austurvelli. Vísir/Vilhelm
Katrín Jakobsdóttir hvatti Miðflokksmenn til að vera samkvæmir sjálfum sér og láta sig það varða að tekin verði afstaða til nýrrar stjórnarskrár þar sem tryggt er, og kveðið skýrt á um að auðlindir Íslands séu í eigu þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm
Langatöng sást á þingpöllum Alþingis. Vísir/Vilhelm
Hönd á lofti á þingpöllunum á meðan umræður fóru fram. Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.