Bjóst ekki við að aftökurnar væru svo margar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 6. september 2019 07:45 Steinunn Kristjánsdóttir prófessor í fornleifafræði. Mynd/Kristinn Ingvarsson Kortasjá um aftökur á Íslandi verður opnuð klukkan 15 í dag. Hún er unnin í tengslum við verkefnið Dysjar hinna dæmdu sem hrundið var af stað 2018. Þeir sem unnið hafa að verkefninu rannsökuðu dómabækur og annála í leit að dauðadómum. Þegar hafa fundist 248 dómar en Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur segir að líklega séu þeir mun fleiri. „Ég bjóst ekki við því að þetta væru svona margar aftökur,“ segir hún og nefnir sérstaklega tímabilið 1582 til 1792, þar sem var meira en ein aftaka á ári. Hún segir mikilvægt að fjalla um þennan tíma þótt hann sé ekki til að vekja þjóðarstolt. Árið 1696 var Vigdísi Þórðardóttur drekkt í Elliðaá. Fréttablaðið/AndriFlestar aftökur voru gerðar á suðvesturhorninu, Suðurlandi, Snæfellsnesi, Vestfjörðum, Húnavatnssýslum og í Eyjafirði. Færri í Skagafirði, Þingeyjarsýslum, á Austurlandi og aðeins ein í Skaftafellssýslum. Eitt af því sem er til rannsóknar núna er hvort sýslumenn hafi sýnt mismikla hörku. Þekkt er framganga Þorleifs Kortssonar, sýslumanns í Strandasýslu, í galdrafárinu á 17. öld. Yfirleitt voru karlar höggnir, konum drekkt, þjófar hengdir og nornir brenndar. Þriðjungur málanna eru þjófnaðir og þriðjungur blóðskömm og dulsmál. Aðrir stórir flokkar eru morð og galdrar. Sjötíu prósent þeirra líflátnu voru karlar og 30 prósent konur. „Þetta var eiginlega allt lágstéttarfólk og oftast í yngri kantinum,“ segir Steinunn. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Kortasjá um aftökur á Íslandi verður opnuð klukkan 15 í dag. Hún er unnin í tengslum við verkefnið Dysjar hinna dæmdu sem hrundið var af stað 2018. Þeir sem unnið hafa að verkefninu rannsökuðu dómabækur og annála í leit að dauðadómum. Þegar hafa fundist 248 dómar en Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur segir að líklega séu þeir mun fleiri. „Ég bjóst ekki við því að þetta væru svona margar aftökur,“ segir hún og nefnir sérstaklega tímabilið 1582 til 1792, þar sem var meira en ein aftaka á ári. Hún segir mikilvægt að fjalla um þennan tíma þótt hann sé ekki til að vekja þjóðarstolt. Árið 1696 var Vigdísi Þórðardóttur drekkt í Elliðaá. Fréttablaðið/AndriFlestar aftökur voru gerðar á suðvesturhorninu, Suðurlandi, Snæfellsnesi, Vestfjörðum, Húnavatnssýslum og í Eyjafirði. Færri í Skagafirði, Þingeyjarsýslum, á Austurlandi og aðeins ein í Skaftafellssýslum. Eitt af því sem er til rannsóknar núna er hvort sýslumenn hafi sýnt mismikla hörku. Þekkt er framganga Þorleifs Kortssonar, sýslumanns í Strandasýslu, í galdrafárinu á 17. öld. Yfirleitt voru karlar höggnir, konum drekkt, þjófar hengdir og nornir brenndar. Þriðjungur málanna eru þjófnaðir og þriðjungur blóðskömm og dulsmál. Aðrir stórir flokkar eru morð og galdrar. Sjötíu prósent þeirra líflátnu voru karlar og 30 prósent konur. „Þetta var eiginlega allt lágstéttarfólk og oftast í yngri kantinum,“ segir Steinunn.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira