Lífið

Steindi fer á kostum í nýrri auglýsingu og Höddi Magg stelur senunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steindi fer með leiksigur.
Steindi fer með leiksigur.

Steinþór Hróar Steinþórsson fer á kostum í nýrri auglýsingu Stöðvar 2 Sports sem fór í sýningar á föstudaginn.

Þar bregður Steindi sér í allskonar búninga og talar í leiðinni um þá dagskrá sem framundan er á Stöð 2 Sport í vetur.

Steindi er meðal annars tekinn í gegn af MMA kappa og fær að launum vænt glóðarauga. Undir lokin biður Steindi um meiri dramatík og og biður Hödda Magg að fara gráta. Hann gerir það án þess að hika enda ekki í fyrsta skipti sem Hörður sýnir leikræna tilburði á skjánum.

Hér að neðan má sjá auglýsinguna sjálfa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.