Innlent

Biðla til al­mennings í von um að bera kennsl á ýmsa hluti tengda barna­níðs­málum

Sylvía Hall skrifar
Allir þessir hlutir eru af myndum sem innihalda kynferðislegt efni tengt börnum.
Allir þessir hlutir eru af myndum sem innihalda kynferðislegt efni tengt börnum. Skjáskot

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur deilt færslu Europol þar sem almenningur er beðinn um aðstoð við að bera kennsl á tiltekinn bol. Færslan er hluti af átaki Europol til þess að koma upp um barnaníðsmál.

Mynd af umræddum bol er ein margra sem Europol hefur birt á heimasíðu sinni og beðið almenning um aðstoð í því skyni að afla sér frekari upplýsinga um uppruna þess sem sést á myndinni og hverju eða hverjum það gæti tengst. Á síðu Europol er meðal annars að finna myndir af ákveðnum svæðum, fatnaði og varningi á borð við brúsa og plakat.
Allt það sem Europol hefur deilt með almenningi er tekið af myndum sem innihalda kynferðislegt efni tengt börnum. Þær myndir sem birtar hafa verið á síðunni hafa verið rannsakaðar í þaula og því er lokaúrræðið að biðla til almennings í von um aðstoð.

„Við erum sannfærð um að því fleiri sem skoða myndirnar, því fleiri vísbendingar munu berast og mun á endanum verða til þess að þessum börnum verði bjargað,“ segir á heimasíðunni.

Tilgangur átaksins er að rekja uppruna þess sem sést á myndunum og eru allar ábendingar nafnlausar. Þegar uppruninn er fundinn verður yfirvöldum í því landi gert viðvart og mun rannsókn málsins halda áfram í von um að flýta fyrir því ferli að hafa uppi á gerandanum og fórnarlambinu.

Þessir hlutir hafa verið birtir á síðu Europol. Skjáskot

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.