Lífið

Opna búð og styrkja Barnaheill

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Einar Kári og Bjartur með límonaðiauglýsingu sem þeir voru að búa til fyrir morgundaginn.
Einar Kári og Bjartur með límonaðiauglýsingu sem þeir voru að búa til fyrir morgundaginn. Fréttablaðið/Ernir
Félagarnir Einar Kári Ólafsson, sex ára, og Bjartur Hálfdanarson, fimm ára, vilja leggja sitt af mörkum til að gera heiminn betri fyrir börn. Þeir ætla því að opna búð á Hólatorgi 6 í Reykjavík á morgun, Menningarnótt, og safna peningum handa samtökunum Barnaheillum. Hvað skyldu þeir ætla að selja?„Við ætlum að selja dót,“ upplýsir Bjartur, „og límonaði og popp,“ segir Einar Kári.„Líka snúða og svo kannski líka svona brauðhorn sem eru svakalega góð,“ botnar Bjartur.Þeir segjast ætla að safna fyrir fátæku börnin í Ameríku og Afríku. „Til að börnin fái nógu mikinn pening,“ útskýrir Bjartur. „Mat og föt og hús,“ bætir Einar Kári við.Drengirnir ætla að vera fyrir utan húsið á Hólatorgi 6. „Það er fugl á húsinu,“ segir Einar Kári til að auðvelda fólki að finna það og Bjartur segir alla velkomna í búðina. „Nema vondir,“ tekur Einar Kári fram og Bjartur tekur undir það. „Já, vondir og þjófar, þeir stela kannski bara öllu.“Drengirnir segja búðina verða alveg pottþétt opna milli klukkan 14 og 16 og kannski lengur.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.