Menning

Myndin verður sýnd í Hornafirði

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Leikarar og tökulið kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur.
Leikarar og tökulið kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur.
Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur mun verða sýnd á Hornafirði þrátt fyrir að bæjarráð hafi synjað ósk um styrk vegna sýningarbúnaðar. Anton Máni Sveinsson framleiðandi segir að sveitarstjórn hafi stutt við verkefnið að öðru leyti. Meðal annars með afnotum af byggingu við tökur myndarinnar og veitingum á sýningunni sem fram fer um helgina.

„Við viljum þakka bæði Hornfirðingum og Austfirðingum fyrir,“ segir Anton. En kvikmyndin var meðal annars tekin upp í Hornafirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og í Oddsskarði.

„Við verðum með forsýningu á sunnudagskvöld og aðra sýningu á mánudagskvöld og fáum styrki héðan og þaðan í alls kyns formi. Við keyptum sýningartjaldið sjálf. Þetta er samstarf margra aðila til að láta þetta ganga upp,“ segir Anton. Verða bæði leikstjórinn Hlynur Pálmason og aðalleikarinn Ingvar E. Sigurðsson viðstaddir forsýninguna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×