Salah með tvö þegar Liverpool vann Arsenal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Salah fagnar. Hann er kominn með þrjú mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Salah fagnar. Hann er kominn með þrjú mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. vísir/getty
Mohamed Salah skoraði tvö mörk þegar Liverpool vann Arsenal, 3-1, í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er eina liðið sem er með fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni.Liverpool hefur unnið tólf deildarleiki í röð. Með sigrinum í dag jafnaði Liverpool félagsmet frá 1990.Liverpool náði forystunni á 41. mínútu þegar Joël Matip skoraði með skalla eftir hornspyrnu Trents Alexander-Arnold. Hann hefur lagt upp níu mörk í síðustu tíu leikjum sínum á Anfield.Á 49. mínútu skoraði Salah úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Egyptinn skoraði annað mark sitt og þriðja mark Liverpool með góðu skoti í fjærhornið á 58. mínútu.Salah hefur skorað sex mörk í sex leikjum gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, fimm fyrir Liverpool og eitt fyrir Chelsea.Varamaðurinn Lucas Torreira minnkaði muninn í 3-1 fimm mínútum fyrir leikslok en nær komst Arsenal ekki. Skytturnar eru í 2. sæti deildarinnar með sex stig.Liverpool hefur ekki tapað fyrir Arsenal í níu leikjum í röð í öllum keppnum. Í síðustu sjö leikjum sínum á Anfield hefur Arsenal fengið á sig 25 mörk.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.