Lífið

Faðernismál höfðað gegn rapparanum Future

Andri Eysteinsson skrifar
Fjölskylda Future gæti verið að stækka.
Fjölskylda Future gæti verið að stækka. Getty/Moses Robinson
Fimm barna faðirinn og rapparinn Future gæti orðið sjö barna faðir á næstunni en faðernismál hefur verið höfðað gegn honum í Miami. Future, sem heitir réttu nafni Nayvadius DeMun Wilburn, á fyrir sex börn en hann eignaðist sjötta barnið, Hendrix, í desember síðastliðnum. TMZ greinir frá.

Nú hefur Instagramstjarnan Eliza Reign sem heitir réttu nafni Eliza Seraphin höfðað faðernismál og segir rapparann vera föður dóttur sinnar sem fæddist í apríl síðastliðnum. Seraphin segir enn fremur að Future hafi hunsað hana með öllu frá fæðingu barnsins.

Sækist Seraphin eftir meðlagsgreiðslum frá rapparanum sem þekkir slíkar greiðslur eins og handarbakið á sér enda, eins og áður segir sex barna faðir með fimm konum. Þeirra á meðal er söngkonan Ciara, deilur þeirra hafa oft komist í fjölmiðla en þau eiga saman soninn Future.

Rapparinn hefur ítrekað talað illa um Ciöru og núverandi eiginmann hennar NFL-leikstjórnandann Russell Wilson. Ciara auk annarar barnsmóður rapparans hafa þurft að lögsækja Future vegna ógreidds meðlags.


Tengdar fréttir

Eignuðust son

Söngkonan Ciara og unnusti hennar Future í skýjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×