Fjölskylda flugmanns slegin vegna athafnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. ágúst 2019 07:00 Ljóðið Myndir af flugmanni eftir Gary Claud Stokor er á minningarsteininum sem reistur var um flugmanninn Grant Wagstaff. Fréttablaðið/Auðunn Gerð minnismerkis og lokuð minningarathöfn um Kanadamanninn Grant Wagstaff við flugstöðina Hyrnu á Melgerðismelum í Eyjafirði er harðlega gagnrýnd af ekkju og börnum Grants. Hann fórst í flugslysi í Barkárdal í Eyjafirði 9. ágúst 2015. Eigandi og flugmaður vélarinnar sem fórst var Arngrímur Jóhannsson en hann slasaðist talsvert er vélin brotlenti. Til stóð að Grant flygi vélinni síðan vestur um haf. „Wagstaff-fjölskyldan er gáttuð og harmi slegin yfir því að hver sá sem ákvað að reisa minnismerkið í sumar á Íslandi og hafa samkomu hafi gert það án þess að ráðfæra sig við eða bjóða fjölskyldu Grants,“ segir í yfirlýsingu til Fréttablaðsins frá ekkju flugmannsins og þremur uppkomnum börnum hjónanna. „Það var afar særandi að heyra af athöfninni í gegn um skilaboð á Facebook eftir að viðburðurinn átti sér stað. Okkur finnst þetta siðferðislega rangt,“ segir í yfirlýsingunni. „Okkur hefur verið sagt að flugmaðurinn sem flaug vilji hafa samband við okkur þegar málin eru öll frágengin. Því getum við ekki skilið hvers vegna minningarathöfninni var ekki seinkað þar til þá. Það kallar á spurninguna: Hvers vegna núna?“ spyr fjölskylda Grants Wagstaff. Þótt fjölskyldan nefni ekki Arngrím Jóhannsson á nafn liggur fyrir og er þeim ljóst að það var Arngrímur sem gekkst fyrir gerð og uppsetningu minnismerkisins. Ekkja Grants, Roslyn Wagstaff, rekur nú skaðabótamál gegn Arngrími og tryggingarfélaginu Sjóvá fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Komið hefur fram að dóttir Grants, Sarah Wagstaff, hefur einnig málsókn í undirbúningi. „Þetta er harmleikur hvernig sem á er litið og hryggir okkur mjög mikið,“ segir fjölskyldan. Arngrímur vildi ekki svara gagnrýni Wagstaff-fjölskyldunnar er Fréttablaðið leitaði eftir því. Haft var eftir honum í blaðinu Vikudegi í síðustu viku að hann hefði byrjað að hugsa um uppsetningu minningarsteins um Grant skömmu eftir slysið. Það hafi hann viljað gera í minningu góðs vinar. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Samgönguslys Tengdar fréttir Kanadísk flugmannsekkja fær ekkert frá Sjóvá og ætlar í hart Engar bætur fást vegna Kanadamannsins Grants Wagstaff sem fórst er Arngrímur Jóhannsson brotlenti flugvél sem flytja átti úr landi í ágúst 2015. 8. mars 2019 07:00 Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00 Enginn dómari skipaður enn í máli flugmannsekkju Enn hefur ekki verið skipaður dómari í máli ekkju Kanadamannsins sem fórst í flugslysi í Barkárdal gegn flugmanninum og tryggingafélaginu Sjóvá. 12. ágúst 2019 06:00 Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung Ýmsir mannlegir þættir ollu því að annar flugmanna komst ekki út úr vélinni. 24. júní 2018 12:14 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi hættir sem barnamálaráðherra Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Gerð minnismerkis og lokuð minningarathöfn um Kanadamanninn Grant Wagstaff við flugstöðina Hyrnu á Melgerðismelum í Eyjafirði er harðlega gagnrýnd af ekkju og börnum Grants. Hann fórst í flugslysi í Barkárdal í Eyjafirði 9. ágúst 2015. Eigandi og flugmaður vélarinnar sem fórst var Arngrímur Jóhannsson en hann slasaðist talsvert er vélin brotlenti. Til stóð að Grant flygi vélinni síðan vestur um haf. „Wagstaff-fjölskyldan er gáttuð og harmi slegin yfir því að hver sá sem ákvað að reisa minnismerkið í sumar á Íslandi og hafa samkomu hafi gert það án þess að ráðfæra sig við eða bjóða fjölskyldu Grants,“ segir í yfirlýsingu til Fréttablaðsins frá ekkju flugmannsins og þremur uppkomnum börnum hjónanna. „Það var afar særandi að heyra af athöfninni í gegn um skilaboð á Facebook eftir að viðburðurinn átti sér stað. Okkur finnst þetta siðferðislega rangt,“ segir í yfirlýsingunni. „Okkur hefur verið sagt að flugmaðurinn sem flaug vilji hafa samband við okkur þegar málin eru öll frágengin. Því getum við ekki skilið hvers vegna minningarathöfninni var ekki seinkað þar til þá. Það kallar á spurninguna: Hvers vegna núna?“ spyr fjölskylda Grants Wagstaff. Þótt fjölskyldan nefni ekki Arngrím Jóhannsson á nafn liggur fyrir og er þeim ljóst að það var Arngrímur sem gekkst fyrir gerð og uppsetningu minnismerkisins. Ekkja Grants, Roslyn Wagstaff, rekur nú skaðabótamál gegn Arngrími og tryggingarfélaginu Sjóvá fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Komið hefur fram að dóttir Grants, Sarah Wagstaff, hefur einnig málsókn í undirbúningi. „Þetta er harmleikur hvernig sem á er litið og hryggir okkur mjög mikið,“ segir fjölskyldan. Arngrímur vildi ekki svara gagnrýni Wagstaff-fjölskyldunnar er Fréttablaðið leitaði eftir því. Haft var eftir honum í blaðinu Vikudegi í síðustu viku að hann hefði byrjað að hugsa um uppsetningu minningarsteins um Grant skömmu eftir slysið. Það hafi hann viljað gera í minningu góðs vinar.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Samgönguslys Tengdar fréttir Kanadísk flugmannsekkja fær ekkert frá Sjóvá og ætlar í hart Engar bætur fást vegna Kanadamannsins Grants Wagstaff sem fórst er Arngrímur Jóhannsson brotlenti flugvél sem flytja átti úr landi í ágúst 2015. 8. mars 2019 07:00 Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00 Enginn dómari skipaður enn í máli flugmannsekkju Enn hefur ekki verið skipaður dómari í máli ekkju Kanadamannsins sem fórst í flugslysi í Barkárdal gegn flugmanninum og tryggingafélaginu Sjóvá. 12. ágúst 2019 06:00 Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung Ýmsir mannlegir þættir ollu því að annar flugmanna komst ekki út úr vélinni. 24. júní 2018 12:14 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi hættir sem barnamálaráðherra Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Kanadísk flugmannsekkja fær ekkert frá Sjóvá og ætlar í hart Engar bætur fást vegna Kanadamannsins Grants Wagstaff sem fórst er Arngrímur Jóhannsson brotlenti flugvél sem flytja átti úr landi í ágúst 2015. 8. mars 2019 07:00
Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00
Enginn dómari skipaður enn í máli flugmannsekkju Enn hefur ekki verið skipaður dómari í máli ekkju Kanadamannsins sem fórst í flugslysi í Barkárdal gegn flugmanninum og tryggingafélaginu Sjóvá. 12. ágúst 2019 06:00
Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung Ýmsir mannlegir þættir ollu því að annar flugmanna komst ekki út úr vélinni. 24. júní 2018 12:14