Strunsaði brjálaður út úr Hallgrímskirkju vegna fána Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2019 00:01 Hinsegin dagar standa til laugardags þegar gleðigangan fer fram. Vísir/Vilhelm Ferðamaður frá Bandaríkjunum strunsaði út úr Hallgrímskirkju í dag. Ástæðan var sú að honum blöskraði fáni sem lá á kórtröppunum og blasti við söfnuði og öllum þeim sem komu í hlið himins, eins og það er orðað á heimasíðu Hallgrímskirkju. Fáninn sem um ræðir er regnbogafáninn sem sjá má víða í höfuðborginni sem og annars staðar á landinu í tilefni Hinsegin daga sem haldnir eru í tuttugasta skiptið í ár. Óhætt er að segja að fyrrnefndur ferðamaður sé enginn aðdáandi fánans. Eftir að hafa starað á fánann rauk hann út úr kirkjunni og fram í Guðbrandsstofu, í anddyri kirkjunnar. Þar var kirkjuvörður fyrir svörum. Gestur: „Afsakaðu, en er þetta regnbogafáni í kirkjunni?“ Kirkjuvörður: „Já, það er rétt.“ Gestur: „Af hverju ætti hann að vera í kirkju?“ Kirkjuvörður: „Af því að við teljum að kærleikur guðs nái til allra óháð kynhneigð þeirra eða uppruna.“ Gestur: „Jesús hefði aldrei tekið þetta í mál.“ Kirkjuvörður: „Jú, það hefði hann.“ Gestur: „Nei, það hefði hann ekki gert.“ Kirkjuvörður: „Jæja, við verðum að vera ósammála um það“ Gestur: „Þetta er ekki kristin kirkja. Þetta er til skammar!“ Fór svo að gesturinn strunsaði út úr kirkjunni. Á síðu Hallgrímskirkju á Facebook kemur fram að kirkjan standi með fjölbreytileika og litríki lífsins. Hinsegin dagar hófust í vikunni og ná hápunkti með gleðigöngu á laugardaginn. Hinsegin Reykjavík Þjóðkirkjan Hallgrímskirkja Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Sjá meira
Ferðamaður frá Bandaríkjunum strunsaði út úr Hallgrímskirkju í dag. Ástæðan var sú að honum blöskraði fáni sem lá á kórtröppunum og blasti við söfnuði og öllum þeim sem komu í hlið himins, eins og það er orðað á heimasíðu Hallgrímskirkju. Fáninn sem um ræðir er regnbogafáninn sem sjá má víða í höfuðborginni sem og annars staðar á landinu í tilefni Hinsegin daga sem haldnir eru í tuttugasta skiptið í ár. Óhætt er að segja að fyrrnefndur ferðamaður sé enginn aðdáandi fánans. Eftir að hafa starað á fánann rauk hann út úr kirkjunni og fram í Guðbrandsstofu, í anddyri kirkjunnar. Þar var kirkjuvörður fyrir svörum. Gestur: „Afsakaðu, en er þetta regnbogafáni í kirkjunni?“ Kirkjuvörður: „Já, það er rétt.“ Gestur: „Af hverju ætti hann að vera í kirkju?“ Kirkjuvörður: „Af því að við teljum að kærleikur guðs nái til allra óháð kynhneigð þeirra eða uppruna.“ Gestur: „Jesús hefði aldrei tekið þetta í mál.“ Kirkjuvörður: „Jú, það hefði hann.“ Gestur: „Nei, það hefði hann ekki gert.“ Kirkjuvörður: „Jæja, við verðum að vera ósammála um það“ Gestur: „Þetta er ekki kristin kirkja. Þetta er til skammar!“ Fór svo að gesturinn strunsaði út úr kirkjunni. Á síðu Hallgrímskirkju á Facebook kemur fram að kirkjan standi með fjölbreytileika og litríki lífsins. Hinsegin dagar hófust í vikunni og ná hápunkti með gleðigöngu á laugardaginn.
Hinsegin Reykjavík Þjóðkirkjan Hallgrímskirkja Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Sjá meira