Fatlaðir ofgreiða þjónustu vegna skorts á upplýsingum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. ágúst 2019 07:30 Ásta Kristrún hefur margoft ofgreitt fyrir þjónustu sem sonur hennar hefur fengið. Fréttablaðið/Daníel Ásta Kristrún Ólafsdóttir, móðir manns með alvarlega þroskahömlun, segist hafa þurft að berjast við kerfið og fyrir upplýsingum frá því að hann var drengur. Það nýjasta kom upp fyrir skemmstu þegar hún fór með hann til nýs tannlæknis. Þegar kom að því að borga kom í ljós fyrir tilviljun að sonurinn átti alls ekki að borga. „Við gerðum ráð fyrir að greiða með 50 prósenta afslætti en tannlækninum, sem er ung og áhugasöm kona, fannst þetta skrýtið,“ segir Ásta. „Hún setti sig sjálf í samband við Sjúkratryggingar og þá kom í ljós að ég átti að sækja sérstaklega um fullan afslátt fyrir hann.“ Í janúar 2017 voru endurgreiðslur Sjúkratrygginga vegna aldraðra og öryrkja hækkaðar úr 50 prósentum í 75. Samkvæmt rammasamningi frá 27. ágúst geta langveikir á stofnunum og andlega þroskahamlaðir einstaklingar utan stofnana fengið 100 prósent endurgreiðslu. „Það er enginn sem segir mér að ég eigi að sækja um, ég bara borga“ segir Ásta. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sams konar atvik kemur upp. „Ég var búin að borga 30 þúsund krónur á mánuði í ferðaþjónustu fatlaðra fyrir hann en komst síðar að því að hann ætti rétt á nemakorti og greiða aðeins 20 þúsund krónur á ári. Ég er farin að halda að bæði borg og ríki haldi upplýsingum vísvitandi frá fólki til að spara.“ Segir hún það algengt að foreldrar og aðstandendur langveikra séu sjálfir bæði lasnir og þreyttir. Þar sem stofnanir standi sig ekki í upplýsingagjöf þurfi hún að reiða sig á upplýsingar frá öðrum foreldrum og aðstandendum. „Það svíður að heyra allt of seint að hann sé búinn að vera að ofgreiða fyrir einhverja þjónustu. Ég frétti það til dæmis frá öðrum foreldrum að hann ætti rétt á ókeypis bleyjum. Þetta tínist til.“ Í apríl síðastliðnum lagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, fram tillögu um að allir borgarbúar sem ættu sértæk réttindi yrðu upplýstir með fjölbreyttum hætti. Meðal annars símtölum, tölvuskeytum, bréfum, auglýsingum og heimsóknum. Einnig að útbúinn yrði heildstæður upplýsingabæklingur. Oft gerist það að upplýsingar um breytingar skili sér ekki nægilega vel til almennings og erfitt getur reynst að fá svör símleiðis. Var tillagan felld í júní. Ásta tekur undir þetta. Sonur hennar geti til dæmis hvorki lesið né skrifað og ekki séu allir nettengdir. Þá hafi þeir félagsráðgjafar sem eigi að sinna þessu ekki staðið sig í að upplýsa um réttindi. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Ásta Kristrún Ólafsdóttir, móðir manns með alvarlega þroskahömlun, segist hafa þurft að berjast við kerfið og fyrir upplýsingum frá því að hann var drengur. Það nýjasta kom upp fyrir skemmstu þegar hún fór með hann til nýs tannlæknis. Þegar kom að því að borga kom í ljós fyrir tilviljun að sonurinn átti alls ekki að borga. „Við gerðum ráð fyrir að greiða með 50 prósenta afslætti en tannlækninum, sem er ung og áhugasöm kona, fannst þetta skrýtið,“ segir Ásta. „Hún setti sig sjálf í samband við Sjúkratryggingar og þá kom í ljós að ég átti að sækja sérstaklega um fullan afslátt fyrir hann.“ Í janúar 2017 voru endurgreiðslur Sjúkratrygginga vegna aldraðra og öryrkja hækkaðar úr 50 prósentum í 75. Samkvæmt rammasamningi frá 27. ágúst geta langveikir á stofnunum og andlega þroskahamlaðir einstaklingar utan stofnana fengið 100 prósent endurgreiðslu. „Það er enginn sem segir mér að ég eigi að sækja um, ég bara borga“ segir Ásta. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sams konar atvik kemur upp. „Ég var búin að borga 30 þúsund krónur á mánuði í ferðaþjónustu fatlaðra fyrir hann en komst síðar að því að hann ætti rétt á nemakorti og greiða aðeins 20 þúsund krónur á ári. Ég er farin að halda að bæði borg og ríki haldi upplýsingum vísvitandi frá fólki til að spara.“ Segir hún það algengt að foreldrar og aðstandendur langveikra séu sjálfir bæði lasnir og þreyttir. Þar sem stofnanir standi sig ekki í upplýsingagjöf þurfi hún að reiða sig á upplýsingar frá öðrum foreldrum og aðstandendum. „Það svíður að heyra allt of seint að hann sé búinn að vera að ofgreiða fyrir einhverja þjónustu. Ég frétti það til dæmis frá öðrum foreldrum að hann ætti rétt á ókeypis bleyjum. Þetta tínist til.“ Í apríl síðastliðnum lagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, fram tillögu um að allir borgarbúar sem ættu sértæk réttindi yrðu upplýstir með fjölbreyttum hætti. Meðal annars símtölum, tölvuskeytum, bréfum, auglýsingum og heimsóknum. Einnig að útbúinn yrði heildstæður upplýsingabæklingur. Oft gerist það að upplýsingar um breytingar skili sér ekki nægilega vel til almennings og erfitt getur reynst að fá svör símleiðis. Var tillagan felld í júní. Ásta tekur undir þetta. Sonur hennar geti til dæmis hvorki lesið né skrifað og ekki séu allir nettengdir. Þá hafi þeir félagsráðgjafar sem eigi að sinna þessu ekki staðið sig í að upplýsa um réttindi.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira