Innlent

Árekstur á gatnamótum Grensás og Miklubrautar

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. Vísir/Einar
Lögregla og sjúkraflutningamenn voru kallaðir út vegna umferðaróhapps á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar í hádeginu í dag. Þar hafði bíll hafnað á umferðarljósi með þeim afleiðingum að bíllinn og umferðarljósið skemmdust mikið. Ökumaður bílsins var einn í bílnum og var ekki fluttur á sjúkrahús en lögregla og sjúkraflutningamenn voru með talsverðan viðbúnað vegna óhappsins. Uppfært:

Í fyrri útgáfu fréttarinnar var sagt að tveir bílar hefðu rekist á en svo reyndist ekki vera. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.