Innlent

Árekstur á gatnamótum Grensás og Miklubrautar

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. Vísir/Einar

Lögregla og sjúkraflutningamenn voru kallaðir út vegna umferðaróhapps á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar í hádeginu í dag. Þar hafði bíll hafnað á umferðarljósi með þeim afleiðingum að bíllinn og umferðarljósið skemmdust mikið. 

Ökumaður bílsins var einn í bílnum og var ekki fluttur á sjúkrahús en lögregla og sjúkraflutningamenn voru með talsverðan viðbúnað vegna óhappsins. 

Uppfært:
Í fyrri útgáfu fréttarinnar var sagt að tveir bílar hefðu rekist á en svo reyndist ekki vera. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.