Innlent

Mikill viðbúnaður vegna elds í grilli

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Töluverðar skemmdir urðu að völdum eldsvoðans.
Töluverðar skemmdir urðu að völdum eldsvoðans. Mynd/Aðsend
Slökkviliðið var með töluverðan viðbúnað eftir að tilkynning barst um eld á svölum í fjölbýlishúsi í Akurhvarfi í Kópavogi um klukkan sex í kvöld. Í ljós kom að kviknað hafði í grilli og greiðlega gekk að slökkva eldinn.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var tilkynning um eldinn þess eðlis að ákveðið var að senda fjölmennt lið á vettvang. Fjórir slökkvibílar og þrír sjúkrabílar voru sendir á vettvang.

Ekki reyndist þörf á svo miklum mannafla og var eldurinn slökktur tiltölulega fljótt eftir að slökkvilið kom á vettvang.

Þónokkrar skemmdir urðu þó á ytra byrði hússins á svölunum þar sem kviknaði í grillinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×