Þjóðleikhúsráð afgreiðir þjóðleikhússtjóraumsóknirnar frá sér í næsta mánuði Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2019 12:53 Magnús Geir, Kristín og Ari eru meðal þeirra sem kljást um stöðu þjóðleikhússtjóra en ekkert þeirra siglir lygnan sjó. „Þjóðleikhúsráð hyggst vanda til umsóknar sinnar einsog kostur er og jafnframt fá sérfræðinga í lið með sér. Það er búið að fara yfir hinar skriflegu umsóknir og næst liggur fyrir að eiga viðtöl við umsækjendur. Við stefnum að því að ljúka okkar umsögn í september,“ segir Halldór Guðmundsson formaður ráðsins. Eins og Vísir greindi frá fyrr í sumar vilja sjö verða þjóðleikhússtjórar. Sérfræðingarnir sem Halldór vísar til eru ráðningarfyrirtækið Capacent og mun það aðstoða við upphaf ferils en þjóðleikhúsráð mun þá ljúka vinnunni sjálft. Þegar álit ráðsins liggur fyrir mun Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra taka afstöðu til málsins og skipa þjóðleikhússtjóra í kjölfar þess, hvort sem það verður sitjandi stjóri eða einhver annar.Halldór Guðmundsson er formaður þjóðleikhúsráðs sem hefur leita fulltingis Capacent við afgreiðslu umsókna um starf þjóðleikhússtjóra.Fbl/Anton BrinkStarfið var auglýst laust til umsóknar 10. maí síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út í upphafi þessa mánaðar. Sjö umsóknir bárust, fjórar konur og þrír karlar: Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri Brynhildur Guðjónsdóttir, leikari og leikstjóri Guðbjörg Gústafsdóttir Kolbrún K. Halldórsdóttir, leikstjóri Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Stefán Sturla Sigurjónsson, verkefnastjóri, leikari og rithöfundur.Spenna um ráðninguna Skipað verður í embætti þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. Vísir hefur fjallað nokkuð um vendingar í leikhúsinu og baráttu þar bak við tjöldin en veruleg spenna ríkir um þessa stöðuveitingu sem kann hugsanlega að hafa einhverjar hrókeringar í för með sér sem ýmsir eru áhugasamir um. Til að mynda kann að fara svo að starf útvarpsstjóra losni nú eða starf leikhússtjóra Borgarleikhússins. Hvorugt þeirra Magnúsar Geirs né Kristínar, sem bæði hljóta að teljast sterkir umsækjendur, sigla lygnan sjó en væntanleg er niðurstaða stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu og í næsta mánuði mun Einar Þór Sverrisson lögmaður flytja mál leikarans Atla Rafns Sigurðssonar á hendur Kristínu Eysteinsdóttur og Borgarleikhúsinu vegna uppsagnar sem vakti mikla athygli á sínum tíma og tengist MeToo-byltingunni. Þá hefur Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri staðið í ströngu í málum sem tengjast deilum hans og Birnu Hafstein, formanns Félags íslenskra leikara. Þjóðleikhúsráðið sem nú situr er nýtt og var skipað eftir að hið eldra sagði allt af sér vegna deilna innan leiklistargeirans. Leikhús Stjórnsýsla Tengdar fréttir Atli Rafn krefst 13 milljóna frá Borgarleikhúsinu Atli Rafn stefnir Kristínu Eysteinsdóttur og LR vegna uppsagnar í desember í fyrra. 14. janúar 2019 11:45 Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Ríkisendurskoðandi ákveður að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV Úttekt mun taka til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs Ríkisútvarpsins. Úttektin er að frumkvæði Ríkisendurskoðunar og sú fyrsta sem gerð er á RÚV í 24 ár. 15. janúar 2019 08:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
„Þjóðleikhúsráð hyggst vanda til umsóknar sinnar einsog kostur er og jafnframt fá sérfræðinga í lið með sér. Það er búið að fara yfir hinar skriflegu umsóknir og næst liggur fyrir að eiga viðtöl við umsækjendur. Við stefnum að því að ljúka okkar umsögn í september,“ segir Halldór Guðmundsson formaður ráðsins. Eins og Vísir greindi frá fyrr í sumar vilja sjö verða þjóðleikhússtjórar. Sérfræðingarnir sem Halldór vísar til eru ráðningarfyrirtækið Capacent og mun það aðstoða við upphaf ferils en þjóðleikhúsráð mun þá ljúka vinnunni sjálft. Þegar álit ráðsins liggur fyrir mun Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra taka afstöðu til málsins og skipa þjóðleikhússtjóra í kjölfar þess, hvort sem það verður sitjandi stjóri eða einhver annar.Halldór Guðmundsson er formaður þjóðleikhúsráðs sem hefur leita fulltingis Capacent við afgreiðslu umsókna um starf þjóðleikhússtjóra.Fbl/Anton BrinkStarfið var auglýst laust til umsóknar 10. maí síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út í upphafi þessa mánaðar. Sjö umsóknir bárust, fjórar konur og þrír karlar: Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri Brynhildur Guðjónsdóttir, leikari og leikstjóri Guðbjörg Gústafsdóttir Kolbrún K. Halldórsdóttir, leikstjóri Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Stefán Sturla Sigurjónsson, verkefnastjóri, leikari og rithöfundur.Spenna um ráðninguna Skipað verður í embætti þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. Vísir hefur fjallað nokkuð um vendingar í leikhúsinu og baráttu þar bak við tjöldin en veruleg spenna ríkir um þessa stöðuveitingu sem kann hugsanlega að hafa einhverjar hrókeringar í för með sér sem ýmsir eru áhugasamir um. Til að mynda kann að fara svo að starf útvarpsstjóra losni nú eða starf leikhússtjóra Borgarleikhússins. Hvorugt þeirra Magnúsar Geirs né Kristínar, sem bæði hljóta að teljast sterkir umsækjendur, sigla lygnan sjó en væntanleg er niðurstaða stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu og í næsta mánuði mun Einar Þór Sverrisson lögmaður flytja mál leikarans Atla Rafns Sigurðssonar á hendur Kristínu Eysteinsdóttur og Borgarleikhúsinu vegna uppsagnar sem vakti mikla athygli á sínum tíma og tengist MeToo-byltingunni. Þá hefur Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri staðið í ströngu í málum sem tengjast deilum hans og Birnu Hafstein, formanns Félags íslenskra leikara. Þjóðleikhúsráðið sem nú situr er nýtt og var skipað eftir að hið eldra sagði allt af sér vegna deilna innan leiklistargeirans.
Leikhús Stjórnsýsla Tengdar fréttir Atli Rafn krefst 13 milljóna frá Borgarleikhúsinu Atli Rafn stefnir Kristínu Eysteinsdóttur og LR vegna uppsagnar í desember í fyrra. 14. janúar 2019 11:45 Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Ríkisendurskoðandi ákveður að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV Úttekt mun taka til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs Ríkisútvarpsins. Úttektin er að frumkvæði Ríkisendurskoðunar og sú fyrsta sem gerð er á RÚV í 24 ár. 15. janúar 2019 08:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Atli Rafn krefst 13 milljóna frá Borgarleikhúsinu Atli Rafn stefnir Kristínu Eysteinsdóttur og LR vegna uppsagnar í desember í fyrra. 14. janúar 2019 11:45
Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00
Ríkisendurskoðandi ákveður að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV Úttekt mun taka til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs Ríkisútvarpsins. Úttektin er að frumkvæði Ríkisendurskoðunar og sú fyrsta sem gerð er á RÚV í 24 ár. 15. janúar 2019 08:00