Innlent

Hækkuðu um á aðra milljón eftir að þeir losnuðu undan kjararáði

Jakob Bjarnar og Kjartan Kjartansson skrifa
Bankastjóri Landsbankans hefur hækkað mest í launum af öllum ríkisforstjórum frá því að kjararáð hætti að ákvarða laun þeirra.
Bankastjóri Landsbankans hefur hækkað mest í launum af öllum ríkisforstjórum frá því að kjararáð hætti að ákvarða laun þeirra. Vísir/Vilhelm
Laun þriggja ríkisforstjóra hafa hækkað um á aðra milljón króna frá því að þeir voru færðir undan kjararáði fyrir tveimur árum. Mest hafa laun forstjóra Landsbankans hækkað, um rúmar 1,7 milljónir króna eða 82%.

Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Þorsteinn óskaði svara um heildarlaunabreytingar forstjóra fyrirtækja í eigu ríkisins frá því að þeir voru færðir undan kjararáði 1. júlí árið 2017. Ákvarðanir um laun forstjóranna voru færðar til stjórna fyrirtækjanna.

Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 1,3 milljónir króna frá júní 2017 til apríl á þessu ári, úr 2,1 milljón króna á mánuði í 3,4 milljónir. Á sama tíma hækkaði forstjóri Landsnets um 1,1 milljón króna, úr 1,7 milljónum í 2,8 milljónir. Um er að ræða heildarlaun ásamt bifreiðahlunnindum eða styrk.

Í frétt Ríkisútvarpsins kemur fram að alls hafi laun ríkisforstjóra hækkað um tæpan fjórðung að meðaltali á tímabilinu.

Ekki hafa þó allir ríkisforstjórar hækkað í launum. Laun forstjóra Íslandsbanka lækkuðu um 946.000 krónur á tímabilinu og Nýja Landspítalans um 197.000 krónur.

Þorsteinn Víglundsson, fyrirspyrjandinn, furðar sig á misræmi sem honum sýnist vera í launaþróun milli einstakra fyrirtækja sem tengjast hinu opinbera. „Og svo auðvitað oft á tíðum miklar hækkanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×