Tollkvóti fyrir lambahryggi ekki opnaður Birgir Olgeirsson skrifar 1. ágúst 2019 15:57 Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur ákveðið að leggja ekki til við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að opna tollkvóta fyrir lambahryggi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu en þar segir að rannsókn nefndarinnar undanfarna daga hafi leitt í ljós að skilyrði 65. greinar A búvörulaga eru ekki uppfyllt. Hinn 26. júlí síðastliðinn lagði ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara til við ráðherra að opnað yrði á tollkvóta fyrir lambahryggi tímabilið 29. júlí til 30. ágúst þar sem nefndin hafði komist að þeirri niðurstöðu eftir rannsókn sína að ekki væri nægilegt framboð til staðar. Samkvæmt lögunum telst framboð ekki nægjanlegt ef varan er ekki til stöðugrar dreifingar eða áætla má að hún verði það ekki í að lágmarki 90% magni af eftirspurn a.m.k. tveggja leiðandi ótengdra dreifingaraðila og er ekki fáanleg frá a.m.k. tveimur framleiðendum. Áður en ráðherra hafði tekið afstöðu til tillögu nefndarinnar fékk nefndin upplýsingar um breytta birgðastöðu framleiðenda. Með hliðsjón af þeim upplýsingum óskaði ráðherra eftir því að nefndin tæki málið til afgreiðslu að nýju og lyki rannsókn sinni í þessari viku. Nefndin hóf því rannsóknarferli sitt að nýju og aflaði upplýsinga frá framleiðendum og dreifingaraðilum. Rannsókn nefndarinnar dagana 30. og 31. júlí leiddi í ljós nýjar og ítarlegri upplýsingar bæði frá framleiðendum og dreifingaraðilum. Bæði hafði birgðastaða framleiðenda breyst auk þess sem nýjar upplýsingar bárust um birgðastöðu dreifingaraðila. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja slátrun fyrr hjá hluta framleiðanda. Þessar upplýsingar breyttu stöðunni frá því sem áður hafði legið fyrir. Niðurstaða ráðgjafanefndarinnar er því sú að skilyrði 65. gr. A búvörulaga fyrir opnun á tollkvóta fyrir lambahryggi eru ekki uppfyllt. Það regluverk sem gildir um úthlutun tollkvóta hefur verið til endurskoðunar hjá ráðuneytinu um nokkurt skeið. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lagði í síðasta mánuði fram á samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um breytingu á búvörulögum og stendur umsagnarferlið til 8. ágúst nk. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á úthlutun tollkvóta og er markmið frumvarpsins að stuðla að auknum ábata fyrir neytendur og að aukinni samkeppni á markaði með landbúnaðarvörur. Frumvarpið á auk þess að einfalda og skýra regluverk um úthlutun tollkvóta. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi á komandi haustþingi. Landbúnaður Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Virðast hafa fundið fleiri lambahryggi Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur óskað eftir því að ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara endurmeti hvort þörf sé á því að opna tollkvóta á lambahryggjum 30. júlí 2019 15:05 Undanþága vegna innflutnings á lambakjöti veitt Íslenskir lambahryggir hafa verið af skornum skammti í sumar en ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara samþykkti í dag að opna tollkvóta á lambahryggjum. Fyrr í sumar hafði ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt verið hafnað.f 23. júlí 2019 16:11 Aðkoma afurðastöðva og stjórnvalda að lambakjötsskorti verði skoðuð Félag atvinnurekenda hefur sent Samkeppniseftirlitinu erindi. 25. júlí 2019 14:34 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur ákveðið að leggja ekki til við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að opna tollkvóta fyrir lambahryggi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu en þar segir að rannsókn nefndarinnar undanfarna daga hafi leitt í ljós að skilyrði 65. greinar A búvörulaga eru ekki uppfyllt. Hinn 26. júlí síðastliðinn lagði ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara til við ráðherra að opnað yrði á tollkvóta fyrir lambahryggi tímabilið 29. júlí til 30. ágúst þar sem nefndin hafði komist að þeirri niðurstöðu eftir rannsókn sína að ekki væri nægilegt framboð til staðar. Samkvæmt lögunum telst framboð ekki nægjanlegt ef varan er ekki til stöðugrar dreifingar eða áætla má að hún verði það ekki í að lágmarki 90% magni af eftirspurn a.m.k. tveggja leiðandi ótengdra dreifingaraðila og er ekki fáanleg frá a.m.k. tveimur framleiðendum. Áður en ráðherra hafði tekið afstöðu til tillögu nefndarinnar fékk nefndin upplýsingar um breytta birgðastöðu framleiðenda. Með hliðsjón af þeim upplýsingum óskaði ráðherra eftir því að nefndin tæki málið til afgreiðslu að nýju og lyki rannsókn sinni í þessari viku. Nefndin hóf því rannsóknarferli sitt að nýju og aflaði upplýsinga frá framleiðendum og dreifingaraðilum. Rannsókn nefndarinnar dagana 30. og 31. júlí leiddi í ljós nýjar og ítarlegri upplýsingar bæði frá framleiðendum og dreifingaraðilum. Bæði hafði birgðastaða framleiðenda breyst auk þess sem nýjar upplýsingar bárust um birgðastöðu dreifingaraðila. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja slátrun fyrr hjá hluta framleiðanda. Þessar upplýsingar breyttu stöðunni frá því sem áður hafði legið fyrir. Niðurstaða ráðgjafanefndarinnar er því sú að skilyrði 65. gr. A búvörulaga fyrir opnun á tollkvóta fyrir lambahryggi eru ekki uppfyllt. Það regluverk sem gildir um úthlutun tollkvóta hefur verið til endurskoðunar hjá ráðuneytinu um nokkurt skeið. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lagði í síðasta mánuði fram á samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um breytingu á búvörulögum og stendur umsagnarferlið til 8. ágúst nk. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á úthlutun tollkvóta og er markmið frumvarpsins að stuðla að auknum ábata fyrir neytendur og að aukinni samkeppni á markaði með landbúnaðarvörur. Frumvarpið á auk þess að einfalda og skýra regluverk um úthlutun tollkvóta. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi á komandi haustþingi.
Landbúnaður Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Virðast hafa fundið fleiri lambahryggi Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur óskað eftir því að ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara endurmeti hvort þörf sé á því að opna tollkvóta á lambahryggjum 30. júlí 2019 15:05 Undanþága vegna innflutnings á lambakjöti veitt Íslenskir lambahryggir hafa verið af skornum skammti í sumar en ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara samþykkti í dag að opna tollkvóta á lambahryggjum. Fyrr í sumar hafði ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt verið hafnað.f 23. júlí 2019 16:11 Aðkoma afurðastöðva og stjórnvalda að lambakjötsskorti verði skoðuð Félag atvinnurekenda hefur sent Samkeppniseftirlitinu erindi. 25. júlí 2019 14:34 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Virðast hafa fundið fleiri lambahryggi Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur óskað eftir því að ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara endurmeti hvort þörf sé á því að opna tollkvóta á lambahryggjum 30. júlí 2019 15:05
Undanþága vegna innflutnings á lambakjöti veitt Íslenskir lambahryggir hafa verið af skornum skammti í sumar en ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara samþykkti í dag að opna tollkvóta á lambahryggjum. Fyrr í sumar hafði ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt verið hafnað.f 23. júlí 2019 16:11
Aðkoma afurðastöðva og stjórnvalda að lambakjötsskorti verði skoðuð Félag atvinnurekenda hefur sent Samkeppniseftirlitinu erindi. 25. júlí 2019 14:34