Innlent

Ók á níu ára dreng og stakk af

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Meira en sjötíu mál komu inn á borð lögreglunnar í gærkvöldi og nótt.
Meira en sjötíu mál komu inn á borð lögreglunnar í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Ökumaður stakk af eftir að hafa ekið á níu ára dreng í Hafnarfirði í gær. Drengurinn var á leið yfir gangbraut. Talið að meiðsli drengsins séu minniháttar en hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Ökumannsins er nú leitað.

Rúmlega sjötíu mál komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan sex síðdegis í gær og fram til fimm í morgun og voru fjórir látnir gista fangaklefa í nótt.

Ungur drengur slasaðist lítillega eftir að hafa dottið á vespu sem hann ók í hverfi 111. Farþegi sem var með drengnum á hjólinu slasaðist ekki en þeir hvorugir með hjálm. Málið var afgreitt með foreldrum. Að auki var nokkuð um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.