Innlent

Ók á níu ára dreng og stakk af

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Meira en sjötíu mál komu inn á borð lögreglunnar í gærkvöldi og nótt.
Meira en sjötíu mál komu inn á borð lögreglunnar í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm
Ökumaður stakk af eftir að hafa ekið á níu ára dreng í Hafnarfirði í gær. Drengurinn var á leið yfir gangbraut. Talið að meiðsli drengsins séu minniháttar en hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Ökumannsins er nú leitað.Rúmlega sjötíu mál komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan sex síðdegis í gær og fram til fimm í morgun og voru fjórir látnir gista fangaklefa í nótt.Ungur drengur slasaðist lítillega eftir að hafa dottið á vespu sem hann ók í hverfi 111. Farþegi sem var með drengnum á hjólinu slasaðist ekki en þeir hvorugir með hjálm. Málið var afgreitt með foreldrum. Að auki var nokkuð um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.