Innlent

Bregðist sveitarfélögin ekki við er hætta á að leikskólakennarar fari yfir á önnur skólastig

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Haraldur F. Gíslason formaður félags leikskólakennara.
Haraldur F. Gíslason formaður félags leikskólakennara.

Formaður félags leikskólakennara hefur áhyggjur af því að leikskólakennarar flytji sig yfir á önnur skólastig vegna ólíkra starfsaðstæðna og vinnufyrirkomulags þegar lög um leyfisbréf þvert á skólastig taka gildi. Bregðist sveitarfélögin ekki við vandanum við gerð kjarasamninga er leikskólastigið í alvarlegum vanda.

Eins og staðan er núna vantar um 1300 leikskólakennara til að uppfylla lög um menntun og ráðningu kennara að sögn formanns félags leikskólakennara. Því hafa leikskólar mannað stöður leikskólakennara á haustin með leiðbeinendum.

„Og það er því stærsta áskorun sveitarfélaganna að fjölga leikskólakennurum, það mun ekki einungis bæta gæði náms í leikskólum heldur bæta einnig starfsaðstæður leikskólakennara því einn af álagspunktum í starfinu er tíð starfsmannavelta,“ sagði Haraldur F. Gíslason, formaður félags leikskólakennara.

Þá segir hann að við gerð kjarasamninga komi í ljós hvort sveitarfélögin hafi raunverulegan áhuga á að jafna starfsaðstæður milli skólastiga.

„Í byrjun næsta árs núna um áramótin munu taka í gildi lög sem kveða á um eitt leyfisbréf kennara þvert á skóalstig. Við þá breytingu verður raunaveruleg hætta á að leikskólakennarar flytji sig yfir á önnur skólastig vegna ólíkra starfsaðstæðna og vinnutímafyrirkomulags. Sveitarfélögin verð að gera sér grein fyrir því að þau verða að jafna vinnuaðstæður og vinnutímaskilgreiningar sem eru ólíkar á milli þessara skólastiga því ef að þau átta sig ekki á því eiga þeir á hættu að missa mikið af leikskólakennurum yfir á önnur skólastig. Þá erum við í alvarlegum vanda,“ sagði Haraldur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.