Tískusýning Victoria´s Secret fer ekki fram í ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. júlí 2019 09:17 Shanina Shaik á sýningu Victoria's Secret í desember 2018. getty/Taylor Hill Tískusýning Victoria‘s Secret hefur farið fram í desember á hverju ári síðan árið 1995 en mun ekki fara fram í ár. Þetta segir Shanina Shaik, ein skærasta stjarna sýningarinnar. Shanina Shaik er fyrirsæta og hefur verið „engill,“ eins og fyrirsætur Victoria‘s Secret eru kallaðar, síðan árið 2011 og hefur komið fram á sýningunni fimm sinnum síðan þá. Hún sagði í samtali við ástralska miðilinni The Daily Telegraph á þriðjudag að sýningin færi ekki fram í ár. „Því miður, mun tískusýning Victoria‘s Secret ekki fara fram í ár,“ sagði hún.Englarnir á tískusýningu Victoria's Secret 2018.getty/Michael StewartShaik, sem er 28 ára gömul, sagðist vera vonsvikin, „það er eitthvað sem ég hef ekki vanist vegna þess að á hverju ári í kring um þetta leyti er ég að þjálfa eins og engill.“ Shaik sagði ástæðuna líklega vera þá að verið væri að vinna að því að breyta bæði gerð og markaðssetningu sýningarinnar. „Þetta er besta sýning í heiminum,“ bætti hún við. Sýningin er mjög vinsæl og hafa margar vel þekktar fyrirsætur komið fram á sýningunni, þar á meðal systurnar Bella og Gigi Hadid, Kendall Jenner, Behati Prinsloo, Tyra Banks, Adriana Lima og Naomi Campell. Á sýningunni koma líka fram tónlistarmenn og hafa Rihanna, The Weeknd og Kanye West spilað á sýningunni enda er öllu til tjaldað á henni. Í maí bárust fregnir af því að Victoria‘s Secret hyggðist hætta að sjónvarpa sýningunni en það hefur verið gert síðan árið 2001 á sjónvarpsstöðinni ABC. Samkvæm fréttastofu CNBC var áhorfið á sýninguna árið 2018 það versta í sögu sjónvarpsstöðvarinnar. Victoria‘s Secret hefur verið gagnrýnt harðlega vegna þess hve lítil fjölbreytni sé í fyrirsætuhópi þeirra. Ed Razek, forstjóri L Brands, móðurfyrirtækis Victoria‘s Secret, lét umdeild ummæli falla í viðtali við Vogue í nóvember í fyrra þegar hann sagði að transfyrirsætur myndu aldrei koma fram á sýningunni vegna þess að hún væri fantasía. Degi síðar baðst hann afsökunar og sagði: „Til að vera alveg skýr myndum við án efa ráða transmódel í sýninguna. Transmódel hafa komið í prufur… og eins og margar aðrar urðu þær ekki fyrir valinu… en það var aldrei vegna kyns.“ Hollywood Tíska og hönnun Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Sjá meira
Tískusýning Victoria‘s Secret hefur farið fram í desember á hverju ári síðan árið 1995 en mun ekki fara fram í ár. Þetta segir Shanina Shaik, ein skærasta stjarna sýningarinnar. Shanina Shaik er fyrirsæta og hefur verið „engill,“ eins og fyrirsætur Victoria‘s Secret eru kallaðar, síðan árið 2011 og hefur komið fram á sýningunni fimm sinnum síðan þá. Hún sagði í samtali við ástralska miðilinni The Daily Telegraph á þriðjudag að sýningin færi ekki fram í ár. „Því miður, mun tískusýning Victoria‘s Secret ekki fara fram í ár,“ sagði hún.Englarnir á tískusýningu Victoria's Secret 2018.getty/Michael StewartShaik, sem er 28 ára gömul, sagðist vera vonsvikin, „það er eitthvað sem ég hef ekki vanist vegna þess að á hverju ári í kring um þetta leyti er ég að þjálfa eins og engill.“ Shaik sagði ástæðuna líklega vera þá að verið væri að vinna að því að breyta bæði gerð og markaðssetningu sýningarinnar. „Þetta er besta sýning í heiminum,“ bætti hún við. Sýningin er mjög vinsæl og hafa margar vel þekktar fyrirsætur komið fram á sýningunni, þar á meðal systurnar Bella og Gigi Hadid, Kendall Jenner, Behati Prinsloo, Tyra Banks, Adriana Lima og Naomi Campell. Á sýningunni koma líka fram tónlistarmenn og hafa Rihanna, The Weeknd og Kanye West spilað á sýningunni enda er öllu til tjaldað á henni. Í maí bárust fregnir af því að Victoria‘s Secret hyggðist hætta að sjónvarpa sýningunni en það hefur verið gert síðan árið 2001 á sjónvarpsstöðinni ABC. Samkvæm fréttastofu CNBC var áhorfið á sýninguna árið 2018 það versta í sögu sjónvarpsstöðvarinnar. Victoria‘s Secret hefur verið gagnrýnt harðlega vegna þess hve lítil fjölbreytni sé í fyrirsætuhópi þeirra. Ed Razek, forstjóri L Brands, móðurfyrirtækis Victoria‘s Secret, lét umdeild ummæli falla í viðtali við Vogue í nóvember í fyrra þegar hann sagði að transfyrirsætur myndu aldrei koma fram á sýningunni vegna þess að hún væri fantasía. Degi síðar baðst hann afsökunar og sagði: „Til að vera alveg skýr myndum við án efa ráða transmódel í sýninguna. Transmódel hafa komið í prufur… og eins og margar aðrar urðu þær ekki fyrir valinu… en það var aldrei vegna kyns.“
Hollywood Tíska og hönnun Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Sjá meira