Innlent

Aukaferðir Strætó vegna þjóðhátíðar í Eyjum

Birgir Olgeirsson skrifar
Mun aka 21 aukaferð vegna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum dagana 1-5. ágúst.
Mun aka 21 aukaferð vegna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum dagana 1-5. ágúst. Vísir/vilhelm
Leið 52, sem gengur milli Reykjavíkur og Landeyjarhafnar, mun aka 21 aukaferð vegna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum dagana 1-5. ágúst. Allar aukaferðir eru skipulagðar með áætlun Herjólfs að leiðarljósi.

Ekki er hægt að bóka sæti um borð fyrir fram og fargjald er greitt um borð í vagninum. Hægt er að greiða fyrir fargjald í landsbyggðarvögnum með debit- eða kreditkortum, strætómiðum eða reiðufé. Strætó vekur athygli á því að vagnstjórar geta ekki gefið til baka.

Fargjald milli Reykjavíkur og Landeyjahafnar:

• Fargjald fyrir fullorðna er 4.700 kr. eða 10 strætómiðar.

• Fargjald fyrir 12-17 ára er 1.650 kr. eða 10 ungmennamiðar.

• Fargjald fyrir 6-11 ára er 710 kr. eða 10 barnamiðar.

• Fargjald fyrir aldraða (67+) og öryrkja er 1.450 kr. eða 10 öryrkjamiðar.

Þá er vekur Strætó athygli á því Landsbyggðarvagnar eru ekki með hjólastólaaðgengi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.