Lífið

Ágústspá Siggu Kling - Vatnsberinn: Þú ert með góð spil í hendi

Sigga Kling skrifar

Elsku Vatnsberinn minn, þú ert svo glimrandi áhugaverður og mikið efni í góðan þjálfara, átt svo gott með að leiðbeina öðrum og koma þeim í gírinn og það eru svo margir sem eiga þér margt að þakka því þú hefur svo fallegt afl til að gefa öðrum skilyrðislaust af þér.

Í þessum mánuði muntu ýta af stað því sem þér finnst að hafi staðið kyrrt og þegar þú hreyfir þannig við lífinu þá verður bylgja eins og þegar þú ýtir fyrsta dómínókubbnum þá hefur það áhrif á alla hina – þannig gerist allt.

Þú fréttir af leiðinlegum vandamálum sem tengjast inn í fjölskyldu þína, í því tilviki geturðu ekkert annað gert en að standa með þeim sem þú elskar, en þú þarft að taka afstöðu; með eða á móti og vera skýr í því hvernig þú vilt að hlutirnir séu.

Þú ert með ótrúlega góð spil í hendi, en þú þarft setja upp pókerandlitið svo aðrir geti ekki reiknað út þitt næsta skref og þetta gerir þú svo listavel og verður svo aflsappaður á þessum tíma, þú finnur á þér þú getur það sem þú ætlar þér.

Ástin er tær og sönn þegar þú finnur þú getur látið við gyðjuna eða goðið þitt eins og við besta vin þinn, en ef leikir, stress og kvíði tengjast þeim sem þú hrífst af þá er það tóm vitleysa og á ekkert slíkt skylt við ástina.

Þú hefur svo hreina og tæra sál og leggur yfirleitt öll spil á borðið, en núna á þessum tíma sem er að heilsa þér skaltu hugsa vel um hvernig þú ætlar að spila út þessum stórkostlegu spilum sem þér hafa verið gefin og hverjum þú ætlar að sýna þau?

Knús og kossar, Sigga Kling

Vatnsberi 20. janúar - 18. febrúar

Laddi, 20. janúar Geir Sveinsson handknattleiksþjálfari, 27. janúar 
Yoko Ono, listamaður, 18. febrúar 
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, 26. janúar 
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, 1. febrúar 
Hilmir Snær Guðnason leikari, 24. janúar 
Rikka fjölmiðlakona, 29. janúar 
Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona, 18. febrúar 
Andrea Röfn Jónasdóttir, fyrirsæta, 15. febrúar 
Auðunn Lúthersson, tónlistarmaðurinn Auður, 9. febrúar
Harry Styles, söngvari, 1. febrúar
Ellen DeGeneres, spjallþáttadrottning, 26. janúar
Ed Sheeran, söngvari, 17. febrúar
Justin Timberlake, söng- og leikari, 31. janúarAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.