Ágústspá Siggu Kling - Sporðdrekinn: Næsta lest mun fara með þig á betri stað Sigga Kling skrifar 2. ágúst 2019 09:00 Elsku Sporðdrekinn minn, það hefur verið mikill erill í höfðinu á þér og hugsanir þínar þjóta fram og til baka og þú átt svo auðvelt með að ímynda þér það versta. Þér finnst þú vera stopp í augnablikinu og ekkert vera að gerast eins og þú óskaðir þér, og reyndar ertu á smá stoppistöð, en þú ert bara að skipta um lest sem mun fara með þig á betri stað. Þú byggir upp sjálfstraust á þessum dögum og þú leitar í allavegana sjálfshjálpartæki til þess og vinnur þig áfram eins og vindurinn og verður svo fylginn þér, leggur þig allan fram við það sem þú þarft að gera að fólk stendur í röðum til að panta næsta tíma lausan hjá þér. Sýn þín á lífið verður öðruvísi, bæði svo miklu léttari og skemmtilegri og þú verður svo aðlaðandi með þessu hugarafli. Þú þarft að hafa mikið persónulegt frelsi og þolir ekki þegar þrengt er að þér, staðnað líferni er eins og eitur í þínum beinum svo það besta sem þú gerir er að breyta þínum áætlunum þegar þér dettur það í hug; það verða margar leiðir í boði, veldu þær sem gefa þér mesta fjörið og frelsið. Þú tekur beinskeyttar ákvarðanir og getur slitið sambandi við fólk í kringum þig eins og ekkert sé hvort sem það tengist ástinni eða öðrum, en það er mikil spenna í ástinni svo gerðu ekkert í fljótfærni því þú verður að vera viss. Þú færð aukið hugrekki og staðfestu sem gæti hrætt fólkið í kringum þig og stundum er það bara alveg ágætt og það sem þú þarft að gera. Þú færð tækifæri til að upplifa hversu sterkur þú ert og um leið og þú sérð hvað í raun og veru þú getur opnast ótrúlegustu dyr! Kossar og knús, Sigga KlingSporðdreki 23. október - 21. nóvemberBirkir Már Sævarsson, landsliðsmaður í fótbolta, 11. nóvember Helga Braga Jónsdóttir, leikkona, 5. nóvember Emmsjé Gauti, rappari, 17. nóvember Björk Guðmundsdóttir, tónlistarmaður, 21. nóvember Karl Bretaprins, 14. nóvember Hillary Clinton, stjórnmálamaður, 26. október Leonardo DiCaprio, leikari, 11. nóvember Magnús Scheving, frumkvöðull, 10. nóvember Hörður Ágústsson Macland snillingur, 24. október Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, 1. nóvember Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, 4. október Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Dómsmálaráðherra, Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, 4. nóvember Jón Jónsson, tónlistarmaður, 30. október Króli, tónlistarmaður, 2. nóvember Bergur Ebbi, grínisti, 2. nóvember Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Elsku Sporðdrekinn minn, það hefur verið mikill erill í höfðinu á þér og hugsanir þínar þjóta fram og til baka og þú átt svo auðvelt með að ímynda þér það versta. Þér finnst þú vera stopp í augnablikinu og ekkert vera að gerast eins og þú óskaðir þér, og reyndar ertu á smá stoppistöð, en þú ert bara að skipta um lest sem mun fara með þig á betri stað. Þú byggir upp sjálfstraust á þessum dögum og þú leitar í allavegana sjálfshjálpartæki til þess og vinnur þig áfram eins og vindurinn og verður svo fylginn þér, leggur þig allan fram við það sem þú þarft að gera að fólk stendur í röðum til að panta næsta tíma lausan hjá þér. Sýn þín á lífið verður öðruvísi, bæði svo miklu léttari og skemmtilegri og þú verður svo aðlaðandi með þessu hugarafli. Þú þarft að hafa mikið persónulegt frelsi og þolir ekki þegar þrengt er að þér, staðnað líferni er eins og eitur í þínum beinum svo það besta sem þú gerir er að breyta þínum áætlunum þegar þér dettur það í hug; það verða margar leiðir í boði, veldu þær sem gefa þér mesta fjörið og frelsið. Þú tekur beinskeyttar ákvarðanir og getur slitið sambandi við fólk í kringum þig eins og ekkert sé hvort sem það tengist ástinni eða öðrum, en það er mikil spenna í ástinni svo gerðu ekkert í fljótfærni því þú verður að vera viss. Þú færð aukið hugrekki og staðfestu sem gæti hrætt fólkið í kringum þig og stundum er það bara alveg ágætt og það sem þú þarft að gera. Þú færð tækifæri til að upplifa hversu sterkur þú ert og um leið og þú sérð hvað í raun og veru þú getur opnast ótrúlegustu dyr! Kossar og knús, Sigga KlingSporðdreki 23. október - 21. nóvemberBirkir Már Sævarsson, landsliðsmaður í fótbolta, 11. nóvember Helga Braga Jónsdóttir, leikkona, 5. nóvember Emmsjé Gauti, rappari, 17. nóvember Björk Guðmundsdóttir, tónlistarmaður, 21. nóvember Karl Bretaprins, 14. nóvember Hillary Clinton, stjórnmálamaður, 26. október Leonardo DiCaprio, leikari, 11. nóvember Magnús Scheving, frumkvöðull, 10. nóvember Hörður Ágústsson Macland snillingur, 24. október Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, 1. nóvember Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, 4. október Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Dómsmálaráðherra, Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, 4. nóvember Jón Jónsson, tónlistarmaður, 30. október Króli, tónlistarmaður, 2. nóvember Bergur Ebbi, grínisti, 2. nóvember
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira