Innlent

Ný þyrla land­helgis­gæslunnar kölluð út á Fimm­vörðu­háls

Eiður Þór Árnason skrifar
Björgunarsveitarfólk var kallað út rétt eftir klukkan þrjú í dag vegna mannsins.
Björgunarsveitarfólk var kallað út rétt eftir klukkan þrjú í dag vegna mannsins. Landhelgisgæslan
Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag þegar hún sótti mann á Fimmvörðuháls sem var slasaður á fæti. Maðurinn var ekki hættulega slasaður en átti erfitt með gang.

Mjög vel gekk að komast að manninum á Fimmvörðuhálsi og var aldrei nein hætta á ferð, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Maðurinn fékk far með þyrlunni og var skilinn eftir í Básum ásamt eiginkonu sinni.

Um var að ræða fyrsta útkall nýrrar þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-GRÓ.

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út rétt eftir klukkan þrjú í dag vegna göngumannsins á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði við Heljarkamb ásamt samferðafólki.

Aðstæður til burðar á sjúklingum á þessum slóðum geta verið erfiðar þar sem gönguleiðin liggur um kletta og bratta hryggi.


Tengdar fréttir

Skipt um gírkassa og snúningsmótor í þyrlu Landhelgisgæslunnar

Landhelgisgæslan ætlar að láta skipta um gírkassa og snúningsmótor í nýlegri þyrlu sinni vegna málmagna sem hafa greinst í olíu hennar. Tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni segir óheppni að þetta komi upp svo stuttu eftir að þyrlan kom til landsins. Viðgerðin sé hluti af reglubundnu viðhaldi í samstarfi við framleiðanda.

Sjáðu þegar ný þyrla gæslunnar lenti í Reykjavík

Landhelgisgæslan tekur brátt í notkun aðra Airbus H225 þyrlu en nýja þyrlan, sem hlotið hefur nafnið TF-GRO lenti í fyrsta skipti á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Hin þyrlan af sömu gerð er TF-EIR sem kom til landsins í mars og fór í sitt fyrsta útkall fyrir tæpum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×