Innlent

Fótbrotinn ferðalangur við Herðubreiðarlindir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Konan var með stórum hópi þýskra ferðamanna rétt við Herðubreiðarlindir.
Konan var með stórum hópi þýskra ferðamanna rétt við Herðubreiðarlindir. fréttablaðið/vilhelm
Núna fyrir hádegið var hálendisvakt björgunarsveita á svæðinu norðan Vatnajökuls vegna konu sem var slösuð rétt við Herðubreiðarlindir.Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að konan hafi verið í stórum hóp þýskra ferðamanna. Þegar komið var að henni kom í ljós að hún virtist illa fótbrotin. Brotið var rétt af, búið um konuna og er nú verið að flytja hana niður á þjóðveg.Aksturinn þangað tekur um tvær klukkustundir. Þar tekur sjúkrabíll við konunni og kemur henni á sjúkrahús, líklega á Akureyri. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.