Innlent

Fótbrotinn ferðalangur við Herðubreiðarlindir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Konan var með stórum hópi þýskra ferðamanna rétt við Herðubreiðarlindir.
Konan var með stórum hópi þýskra ferðamanna rétt við Herðubreiðarlindir. fréttablaðið/vilhelm

Núna fyrir hádegið var hálendisvakt björgunarsveita á svæðinu norðan Vatnajökuls vegna konu sem var slösuð rétt við Herðubreiðarlindir.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að konan hafi verið í stórum hóp þýskra ferðamanna. Þegar komið var að henni kom í ljós að hún virtist illa fótbrotin. Brotið var rétt af, búið um konuna og er nú verið að flytja hana niður á þjóðveg.

Aksturinn þangað tekur um tvær klukkustundir. Þar tekur sjúkrabíll við konunni og kemur henni á sjúkrahús, líklega á Akureyri. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.