James Cameron óskar Marvel til hamingju með að hafa slegið met sitt Birgir Olgeirsson skrifar 22. júlí 2019 15:19 Robert Downey jr. og Chris Evans í Avengers: Endgame. Leikstjórinn James Cameron hefur óskað kvikmyndaverinu Marvel til hamingju með að eiga í dag tekjuhæstu kvikmynd allra tíma. Um er að ræða myndina Avengers: Endgame sem kom út fyrr í ár og hefur slegið met sem Avatar, mynd James Cameron, átti áður. Avengers: Endgame náði þessum áfanga um liðna helgi þegar ljóst var að myndin hafði þénað 2,79 milljarða dollara á heimsvísu en Avatar þénaði 2,78 milljarða á heimsvísu fyrir um áratug. Fyrr á árinu hafði Cameron óskað Marvel til hamingju með að Endgame hafði komist yfir kvikmynd hans Titanic í tekjum. Avengers: Endgame hefur slegið fjölda meta, þar á meðal fyrir stærstu opnunarhelgi allra tíma en myndin þénaði 1,2 milljarða dollara á heimsvísu fyrstu helgina sína. James Cameron er hvergi nærri hættur að framleiða myndir en hann er með í bígerð fjórar Avatar myndir en sú fyrsta verður frumsýnd í desember árið 2021.James Cameron.Vísir/Getty Disney Hollywood Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikstjórinn James Cameron hefur óskað kvikmyndaverinu Marvel til hamingju með að eiga í dag tekjuhæstu kvikmynd allra tíma. Um er að ræða myndina Avengers: Endgame sem kom út fyrr í ár og hefur slegið met sem Avatar, mynd James Cameron, átti áður. Avengers: Endgame náði þessum áfanga um liðna helgi þegar ljóst var að myndin hafði þénað 2,79 milljarða dollara á heimsvísu en Avatar þénaði 2,78 milljarða á heimsvísu fyrir um áratug. Fyrr á árinu hafði Cameron óskað Marvel til hamingju með að Endgame hafði komist yfir kvikmynd hans Titanic í tekjum. Avengers: Endgame hefur slegið fjölda meta, þar á meðal fyrir stærstu opnunarhelgi allra tíma en myndin þénaði 1,2 milljarða dollara á heimsvísu fyrstu helgina sína. James Cameron er hvergi nærri hættur að framleiða myndir en hann er með í bígerð fjórar Avatar myndir en sú fyrsta verður frumsýnd í desember árið 2021.James Cameron.Vísir/Getty
Disney Hollywood Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira