Innlent

Telur ekki viðeigandi að tjá sig að svo stöddu

Birgir Olgeirsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Gunnar Bragi Sveinsson og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Gunnar Bragi Sveinsson og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins. visir/vilhelm
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að tjá sig um álit siðnefndar um Klausturmálið eins og er. Hann telur ekki viðeigandi að hann fjalli um álitið opinberlega, sem siðanefndin hefur skilað forsætisnefndar, fyrr en forsætisnefnd hefur tekið málið fyrir.

Forsætisnefnd hyggst taka málið fyrir í næstu viku en hefur gefið þingmönnunum sex, sem komu fyrir í upptökunni af samtali þeirra á Klaustur á síðasta ári, frest út vikuna til að bregðast við því. Þegar forsætisnefnd hefur tekið málið fyrir verður álitið gert opinbert.

Upptökunni af samtali þingmannanna var lekið til fjölmiðla í nóvember síðasta árs þar sem heyrðist til þeirra fara niðrandi orðum um samstarfsmenn sína á þingi og aðra áberandi einstaklinga í þjóðfélaginu. Meðal annars var talað um Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, en hún sagði þeim til syndanna í viðtali við Kastljós.

Erfitt reyndist Alþingi að taka málið fyrir en forsætisnefnd þingsins lýsti sig vanhæfa í málinu og voru því tveir varaforsetar skipaðir tímabundið til að taka á málinu, þau Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG, og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×