Innlent

Stórhöfði ekki skýrt merktur

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri.
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri. Mynd/Tryggvi Már

Margir urðu hvumsa og reiðir við að sjá skilti við aðkomuna að Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Á skiltinu stóð að um einkalóð væri að ræða og aðgangur væri stranglega bannaður.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, áréttar að almenningur hafi rétt á að ganga um höfðann enda sé þetta ríkisjörð.

„Vegagerðin er með þetta á sínum snærum frá þeim tíma þegar viti var rekinn þarna,“ segir Íris. „Við fengum ábendingar og Vegagerðin hefur tekið á þessu. Merkingarnar voru ekki skýrar. Að sjálfsögðu á almenningur frjálsa för um Stórhöfða.“

Á staðnum er hús sem Vegagerðin hefur leigt út. Aðeins í kringum þetta hús er aðgangur ekki leyfður. Þá er bílaumferð ekki leyfileg á staðnum af náttúruverndarsjónarástæðum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.