Innlent

Stórhöfði ekki skýrt merktur

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri.
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri. Mynd/Tryggvi Már
Margir urðu hvumsa og reiðir við að sjá skilti við aðkomuna að Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Á skiltinu stóð að um einkalóð væri að ræða og aðgangur væri stranglega bannaður.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, áréttar að almenningur hafi rétt á að ganga um höfðann enda sé þetta ríkisjörð.

„Vegagerðin er með þetta á sínum snærum frá þeim tíma þegar viti var rekinn þarna,“ segir Íris. „Við fengum ábendingar og Vegagerðin hefur tekið á þessu. Merkingarnar voru ekki skýrar. Að sjálfsögðu á almenningur frjálsa för um Stórhöfða.“

Á staðnum er hús sem Vegagerðin hefur leigt út. Aðeins í kringum þetta hús er aðgangur ekki leyfður. Þá er bílaumferð ekki leyfileg á staðnum af náttúruverndarsjónarástæðum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.