Taka á sig aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. júlí 2019 13:10 Fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. Vísir/Vilhelm Gjörgæsluhjúkrunarfræðingur hafa þurft að taka á sig töluverða aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi á hjarta- og lungnadeild Landspítalans en fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. Landlæknir segir brýnt að bætt verði úr ástandinu. Biðin eftir aðgerð geti verið lífsógnandi og þá geti frestun aðgerða skapað sálrænt álag á sjúklinga. Grípa þurfi til fjölþættra aðgerða til að efla mönnun á spítalanum. Fyrr í vikunni var greint frá því að hópur sjúklinga á hjarta- og lungnadeild Landspítalans hefði beðið í allt að fjörutíu daga eftir því að komast í hjartaskurðaðgerð. Gunnar Mýrdal, yfirlæknir á deildinni, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að biðin eftir aðgerð væri mun lengri en öruggt er talið. Ástandið væri óviðunandi og í raun verra en nokkru sinni fyrr. Ástæða þess að fólkið þarf að bíða er skortur á gjörgæslurýmum sem stafar meðal annars af því að það vanti hjúkrunarfræðinga. Í skriflegu frá Ölmu Möller, landlækni, kemur fram að embættið sé meðvitað um þá erfiðu stöðu sem uppi er. Embættið hafi vakið athygli á þessum vanda með sérstöku minnisblaði til heilbrigðisráðuneytisins í apríl 2018 og aftur í desember sama ár. Þá hafi verið vakin athygli á því í minnisblaðinu að meðalbiðtími eftir hjartaaðgerð væri innan almennra viðmiða, sem eru 90 dagar. Hins vegar yrði að hafa í huga að bið eftir hjartaaðgerð geti í vissum tilvikum verið lífsógnandi og jafnframt að frestum slíkra aðgerða geti skapað sálrænt álag á sjúklinga. Alma segir brýnt að úr þessu verði bætt, en rót vandans sé skortur á hjúkrunarfræðingum sem og sjúkraliðum. Einnig skipti vaxandi fjöldi ferðamanna máli og hafi haft veruleg áhrif. Ölmu er kunnugt um að stjórnvöld og stjórnendur spítalans leiti leiða til að efla mönnun. Hún segir þó ljóst að grípa þurfi til fjölþættra aðgerða, þar á meðal að mennta fleiri auk þess að endurskoða kjör og vinnuskipulag. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, staðgengill forstjóra Landspítalans, segir að sett hafi verið af stað aðgerðaráætlun til að bregðast við ástandinu á hjarta- og lungnadeild spítalans. „Við erum að reyna að ganga á þennan biðlista sem er algjörlega óboðlegt að hafa. Það hefur gengið ágætlega og það hafa verið hjartaaðgerðir síðan á sunnudag á hverjum degi.“ Það hafi verið ein aðgerð í morgun og önnur sé á morgun. „Það eru þrír sjúklingar eftir sem bíða aðgerðar sem eru inniliggjandi.“ Guðlaug Rakel segir hjúkrunarfræðinga á gjörgæslunni hafa lagt á sig mikla vinnu. „Við erum að biðja fólk um að vinna meira en vinnuprósentan segir til um til að láta þetta gerast.“ Heilbrigðismál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Sjá meira
Gjörgæsluhjúkrunarfræðingur hafa þurft að taka á sig töluverða aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi á hjarta- og lungnadeild Landspítalans en fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. Landlæknir segir brýnt að bætt verði úr ástandinu. Biðin eftir aðgerð geti verið lífsógnandi og þá geti frestun aðgerða skapað sálrænt álag á sjúklinga. Grípa þurfi til fjölþættra aðgerða til að efla mönnun á spítalanum. Fyrr í vikunni var greint frá því að hópur sjúklinga á hjarta- og lungnadeild Landspítalans hefði beðið í allt að fjörutíu daga eftir því að komast í hjartaskurðaðgerð. Gunnar Mýrdal, yfirlæknir á deildinni, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að biðin eftir aðgerð væri mun lengri en öruggt er talið. Ástandið væri óviðunandi og í raun verra en nokkru sinni fyrr. Ástæða þess að fólkið þarf að bíða er skortur á gjörgæslurýmum sem stafar meðal annars af því að það vanti hjúkrunarfræðinga. Í skriflegu frá Ölmu Möller, landlækni, kemur fram að embættið sé meðvitað um þá erfiðu stöðu sem uppi er. Embættið hafi vakið athygli á þessum vanda með sérstöku minnisblaði til heilbrigðisráðuneytisins í apríl 2018 og aftur í desember sama ár. Þá hafi verið vakin athygli á því í minnisblaðinu að meðalbiðtími eftir hjartaaðgerð væri innan almennra viðmiða, sem eru 90 dagar. Hins vegar yrði að hafa í huga að bið eftir hjartaaðgerð geti í vissum tilvikum verið lífsógnandi og jafnframt að frestum slíkra aðgerða geti skapað sálrænt álag á sjúklinga. Alma segir brýnt að úr þessu verði bætt, en rót vandans sé skortur á hjúkrunarfræðingum sem og sjúkraliðum. Einnig skipti vaxandi fjöldi ferðamanna máli og hafi haft veruleg áhrif. Ölmu er kunnugt um að stjórnvöld og stjórnendur spítalans leiti leiða til að efla mönnun. Hún segir þó ljóst að grípa þurfi til fjölþættra aðgerða, þar á meðal að mennta fleiri auk þess að endurskoða kjör og vinnuskipulag. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, staðgengill forstjóra Landspítalans, segir að sett hafi verið af stað aðgerðaráætlun til að bregðast við ástandinu á hjarta- og lungnadeild spítalans. „Við erum að reyna að ganga á þennan biðlista sem er algjörlega óboðlegt að hafa. Það hefur gengið ágætlega og það hafa verið hjartaaðgerðir síðan á sunnudag á hverjum degi.“ Það hafi verið ein aðgerð í morgun og önnur sé á morgun. „Það eru þrír sjúklingar eftir sem bíða aðgerðar sem eru inniliggjandi.“ Guðlaug Rakel segir hjúkrunarfræðinga á gjörgæslunni hafa lagt á sig mikla vinnu. „Við erum að biðja fólk um að vinna meira en vinnuprósentan segir til um til að láta þetta gerast.“
Heilbrigðismál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Sjá meira