Kósítjöld fyrir yngstu börnin á Klambratúni Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 26. júlí 2019 06:00 Skipuleggjendur hátíðarinnar á Klambratúni í gær. Fréttablaðið/Valli „Þetta byrjaði sem verkefni hjá Jónu Ottesen og er svona hennar barn. Hún byrjar með þetta fyrir fjórum árum ásamt tveimur öðrum og svo hefur þetta stækkað smátt og smátt í gegnum árin,“ segir Særós Rannveig Björnsdóttir, einn skipuleggjenda Kátt á Klambra. En þann 1. júní síðastliðinn lenti Jóna í alvarlegu bílslysi þegar hún var á leið heim úr sumarbústað með dóttur sinni. Jóna hlaut alvarlegan mænuskaða við slysið. Hátíðin verður haldin í fjórða sinn á Klambratúni á sunnudaginn frá klukkan ellefu til fimm og búast skipuleggjendur við miklum fjölda gesta. „Fyrsta árið mættu á milli tólf og fimmtán hundruð manns á hátíðina og svo hefur fjöldi gesta margfaldast í gegnum árin. Í fyrra voru um 4.000 gestir,“ segir Særós.Særós Rannveig Björnsdóttir, einn skipuleggjandi Kátt á Klambra„Við erum bjartsýn á að fá um 5-6.000 manns núna. Ef við náum að selja 6.000 miða verður uppselt og við erum bara mjög bjartsýn á að það gerist,“ segir Hildur Soffía Vignisdóttir, annar skipuleggjandi hátíðarinnar. Dagskrá hátíðarinnar er sniðin að börnum og var mikið lagt upp úr því að allir finni eitthvað við sitt hæfi þegar dagskráin var sett saman. „Við erum með skiptiaðstöðu og aðstöðu þar sem er hægt að gefa brjóst í næði. Fyrir yngstu börnin erum við til dæmis með kósítjöld og fyrir þau eldri hjólabrettasvæði og þrautabrautir. Svo alls konar tónlistaratriði, andlitsmálun og ýmsar smiðjur þar sem krakkarnir geta tekið þátt,“ segir Hildur Soffía. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá foreldrum sem tala um að þarna loksins finni þeir stað þar sem allir finni eitthvað við sitt hæfi,“ bætir Hildur Soffía við. „Það er svo margt í gangi fyrir fullorðna á sumrin, alls konar hátíðir úti um allt. En börn hafa fengið lítið pláss í menningunni og það er lítið að gera fyrir þau á sumrin svo þetta er svona okkar leið til að svara því kalli,“ segir Særós. Særós og Hildur Soffía eru sammála um að líklega sé um friðsælustu útihátíð landsins að ræða. Markhópurinn sé fjölskyldan og markmiðið sé að njóta samverunnar. „Það er ekki drukkinn bjór eða annað áfengi á svæðinu og við leyfum ekki reykingar svo þetta er mjög fjölskylduvænt og að okkar mati fallegasta hátíðin, þar sem fjölskyldan á góðan dag saman í rólegheitunum á afslöppuðu grænu svæði.“ Fólk er hvatt til þess að taka með sér teppi og nýta svæðin og afþreyinguna sem í boði er á svæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
„Þetta byrjaði sem verkefni hjá Jónu Ottesen og er svona hennar barn. Hún byrjar með þetta fyrir fjórum árum ásamt tveimur öðrum og svo hefur þetta stækkað smátt og smátt í gegnum árin,“ segir Særós Rannveig Björnsdóttir, einn skipuleggjenda Kátt á Klambra. En þann 1. júní síðastliðinn lenti Jóna í alvarlegu bílslysi þegar hún var á leið heim úr sumarbústað með dóttur sinni. Jóna hlaut alvarlegan mænuskaða við slysið. Hátíðin verður haldin í fjórða sinn á Klambratúni á sunnudaginn frá klukkan ellefu til fimm og búast skipuleggjendur við miklum fjölda gesta. „Fyrsta árið mættu á milli tólf og fimmtán hundruð manns á hátíðina og svo hefur fjöldi gesta margfaldast í gegnum árin. Í fyrra voru um 4.000 gestir,“ segir Særós.Særós Rannveig Björnsdóttir, einn skipuleggjandi Kátt á Klambra„Við erum bjartsýn á að fá um 5-6.000 manns núna. Ef við náum að selja 6.000 miða verður uppselt og við erum bara mjög bjartsýn á að það gerist,“ segir Hildur Soffía Vignisdóttir, annar skipuleggjandi hátíðarinnar. Dagskrá hátíðarinnar er sniðin að börnum og var mikið lagt upp úr því að allir finni eitthvað við sitt hæfi þegar dagskráin var sett saman. „Við erum með skiptiaðstöðu og aðstöðu þar sem er hægt að gefa brjóst í næði. Fyrir yngstu börnin erum við til dæmis með kósítjöld og fyrir þau eldri hjólabrettasvæði og þrautabrautir. Svo alls konar tónlistaratriði, andlitsmálun og ýmsar smiðjur þar sem krakkarnir geta tekið þátt,“ segir Hildur Soffía. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá foreldrum sem tala um að þarna loksins finni þeir stað þar sem allir finni eitthvað við sitt hæfi,“ bætir Hildur Soffía við. „Það er svo margt í gangi fyrir fullorðna á sumrin, alls konar hátíðir úti um allt. En börn hafa fengið lítið pláss í menningunni og það er lítið að gera fyrir þau á sumrin svo þetta er svona okkar leið til að svara því kalli,“ segir Særós. Særós og Hildur Soffía eru sammála um að líklega sé um friðsælustu útihátíð landsins að ræða. Markhópurinn sé fjölskyldan og markmiðið sé að njóta samverunnar. „Það er ekki drukkinn bjór eða annað áfengi á svæðinu og við leyfum ekki reykingar svo þetta er mjög fjölskylduvænt og að okkar mati fallegasta hátíðin, þar sem fjölskyldan á góðan dag saman í rólegheitunum á afslöppuðu grænu svæði.“ Fólk er hvatt til þess að taka með sér teppi og nýta svæðin og afþreyinguna sem í boði er á svæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira