Ekki öruggt að stéttarfélögin samþykki frekari undanþágur Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. júlí 2019 07:30 Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Fréttablaðið/Eyþór. Eins og greint var frá fyrr í sumar leigði Icelandair fimm þotur af gerðinni Airbus 319 með áhöfn erlendis frá. Var það gert eftir að Boeing 737 MAX þotur voru kyrrsettar eftir tvö slys. Nýlega gaf Icelandair það út að leigan yrði framlengd til októberloka. Lea Gestsdóttir Gayet, hjá samskiptasviði félagsins, segir að það verði gert í góðri samvinnu við stéttarfélög. Samkvæmt formönnum þeirra er hins vegar óvíst hvort frekari undanþágur frá kjarasamningum verði veittar. Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir að félagið hafi veitt tímabundna undanþágu á forgangsréttarákvæði kjarasamnings. Þessi undanþága var veitt út ágústmánuð og aðeins fyrir eina vél. „Þær aðstæður sem uppi eru í flugheiminum í dag eru fordæmalausar og þegar stjórnin samþykkti þetta var verið að bjarga þeim hagsmunum sem hægt var að bjarga,“ segir Berglind. „Við óskuðum eftir því að þeir myndu taka inn starfsmenn sem væru nú þegar með réttindi á Airbus. Þeir sögðu að það væri ekki hægt þar sem þetta væri mjög skammur leigusamningur.“Boeing 737 MAX þotur Icelandair hafa verið kyrrsettar frá því um miðjan marsmánuð. Fréttablaðið/Anton BrinkBerglind segist ekki geta svarað því á þessari stundu hvort félagið muni veita frekari undanþágur frá kjarasamningum verði þess óskað. Það sé ákvörðun sem yrði að vera tekin af stjórn þegar svo bæri undir og í samráði við félagsmenn. Í Flugfreyjufélagi Íslands eru rúmlega 1.700 félagsmenn. Um 35 prósent þeirra voru starfsmenn WOW air sem gera tæplega 600 manns. Berglind hefur ekki upplýsingar um hversu margir flugþjónar séu nú án atvinnu eða hafi horfið til annarra starfa. Hvað varðar FÍA, Félag íslenskra atvinnuflugmanna, segir Örnólfur Jónsson formaður að undanþágur hafi verið veittar í vor. Ekki hafi verið hægt að leigja án áhafna með svo stuttum fyrirvara. Örnólfur segir að Icelandair hafi beðið um frekari undanþágur á sumum vélum. En sú umræða eigi eftir að fara fram innan félagsins. „Það á eftir að koma í ljós hvernig við bregðumst við. Við erum með fólk sem er að lenda í uppsögnum á þessum tíma. Það er alltaf erfiðara að verða við slíkum beiðnum þegar komið er fram á haustið,“ segir hann. „Það yrði þá ekki gert til langs tíma, sérstaklega þegar við erum með okkar fólk í uppsögn.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31 Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Eins og greint var frá fyrr í sumar leigði Icelandair fimm þotur af gerðinni Airbus 319 með áhöfn erlendis frá. Var það gert eftir að Boeing 737 MAX þotur voru kyrrsettar eftir tvö slys. Nýlega gaf Icelandair það út að leigan yrði framlengd til októberloka. Lea Gestsdóttir Gayet, hjá samskiptasviði félagsins, segir að það verði gert í góðri samvinnu við stéttarfélög. Samkvæmt formönnum þeirra er hins vegar óvíst hvort frekari undanþágur frá kjarasamningum verði veittar. Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir að félagið hafi veitt tímabundna undanþágu á forgangsréttarákvæði kjarasamnings. Þessi undanþága var veitt út ágústmánuð og aðeins fyrir eina vél. „Þær aðstæður sem uppi eru í flugheiminum í dag eru fordæmalausar og þegar stjórnin samþykkti þetta var verið að bjarga þeim hagsmunum sem hægt var að bjarga,“ segir Berglind. „Við óskuðum eftir því að þeir myndu taka inn starfsmenn sem væru nú þegar með réttindi á Airbus. Þeir sögðu að það væri ekki hægt þar sem þetta væri mjög skammur leigusamningur.“Boeing 737 MAX þotur Icelandair hafa verið kyrrsettar frá því um miðjan marsmánuð. Fréttablaðið/Anton BrinkBerglind segist ekki geta svarað því á þessari stundu hvort félagið muni veita frekari undanþágur frá kjarasamningum verði þess óskað. Það sé ákvörðun sem yrði að vera tekin af stjórn þegar svo bæri undir og í samráði við félagsmenn. Í Flugfreyjufélagi Íslands eru rúmlega 1.700 félagsmenn. Um 35 prósent þeirra voru starfsmenn WOW air sem gera tæplega 600 manns. Berglind hefur ekki upplýsingar um hversu margir flugþjónar séu nú án atvinnu eða hafi horfið til annarra starfa. Hvað varðar FÍA, Félag íslenskra atvinnuflugmanna, segir Örnólfur Jónsson formaður að undanþágur hafi verið veittar í vor. Ekki hafi verið hægt að leigja án áhafna með svo stuttum fyrirvara. Örnólfur segir að Icelandair hafi beðið um frekari undanþágur á sumum vélum. En sú umræða eigi eftir að fara fram innan félagsins. „Það á eftir að koma í ljós hvernig við bregðumst við. Við erum með fólk sem er að lenda í uppsögnum á þessum tíma. Það er alltaf erfiðara að verða við slíkum beiðnum þegar komið er fram á haustið,“ segir hann. „Það yrði þá ekki gert til langs tíma, sérstaklega þegar við erum með okkar fólk í uppsögn.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31 Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31
Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41