Gekk hringinn í kringum landið á 43 dögum Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sylvía Hall skrifa 28. júlí 2019 19:49 Hin 16 ára Eva Bryndís lauk göngu sinni hringinn í kringum landið síðdegis í dag. Tilgangur göngunnar var að safna peningi fyrir Barnaspítala Hringsins, en bróðir hennar er langveikur og hefur því dvalið þar. Gangan tók 43 daga en Eva lagði af stað þann 16. júní frá Hafnarfjarðarkirkju. Markmiðið var að klára gönguna á fimmtíu dögum og því ljóst að hún gerði gott betur og kláraði viku fyrr.Sjá einnig: 16 ára gengur hringinn á fimmtíu dögum Hún gekk að meðaltali 35 kílómetra á hverjum degi og sagði formið hafa komið sér á óvart. Hún viðurkennir að hún sé þreytt eftir gönguna en það skipti litlu máli í samanburði við ævintýrið sem gangan var. Hún segir það hafa verið erfiðast að ganga ein oft á tíðum en spenntust var hún fyrir því að koma aftur heim til þess að sofa í rúminu sínu, borða heitan mat og fá sér ís.Vonar að fyrirtæki sjái sér fært að styrkja „Bróðir minn er langveikur og með hjartagalla og Barnaspítalinn hefur hjálpað okkur fjölskyldunni ótrúlega mikið og þetta er smá peningur til þakkar,“ segir Eva og bætir við að fjölskyldan sé afar þakklát spítalanum. Þegar Eva athugaði síðast höfðu safnast 1,4 milljónir en hún vonast til þess að fleiri, og þá sérstaklega fyrirtæki, sjái sér fært að styrkja hana á meðan reikningurinn er enn opinn. Hægt er að styrkja Evu til 29. ágúst, á afmælisdegi hennar, en þá sér hún fram á að afhenda peninginn. Þeir sem vilja og hafa tök á að styrkja Evu og þar með Barnaspítala hringsins geta lagt inn á eftirfarandi reikning: Bankareikningur: 0545-14-001153 Kennitala: 2908022290 Heilsa Tengdar fréttir 16 ára gengur hringinn á fimmtíu dögum Eva Bryndís Ágústsdóttir, sem kallar sig Arkarann Evu ætla að eyða næstu fimmtíu dögum í að ganga hringinn í kringum landið. Eva sem er aðeins sextán ára gömul segist vera í mjög góðu formi og fari létt með að ganga hringinn. 19. júní 2019 19:52 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Hin 16 ára Eva Bryndís lauk göngu sinni hringinn í kringum landið síðdegis í dag. Tilgangur göngunnar var að safna peningi fyrir Barnaspítala Hringsins, en bróðir hennar er langveikur og hefur því dvalið þar. Gangan tók 43 daga en Eva lagði af stað þann 16. júní frá Hafnarfjarðarkirkju. Markmiðið var að klára gönguna á fimmtíu dögum og því ljóst að hún gerði gott betur og kláraði viku fyrr.Sjá einnig: 16 ára gengur hringinn á fimmtíu dögum Hún gekk að meðaltali 35 kílómetra á hverjum degi og sagði formið hafa komið sér á óvart. Hún viðurkennir að hún sé þreytt eftir gönguna en það skipti litlu máli í samanburði við ævintýrið sem gangan var. Hún segir það hafa verið erfiðast að ganga ein oft á tíðum en spenntust var hún fyrir því að koma aftur heim til þess að sofa í rúminu sínu, borða heitan mat og fá sér ís.Vonar að fyrirtæki sjái sér fært að styrkja „Bróðir minn er langveikur og með hjartagalla og Barnaspítalinn hefur hjálpað okkur fjölskyldunni ótrúlega mikið og þetta er smá peningur til þakkar,“ segir Eva og bætir við að fjölskyldan sé afar þakklát spítalanum. Þegar Eva athugaði síðast höfðu safnast 1,4 milljónir en hún vonast til þess að fleiri, og þá sérstaklega fyrirtæki, sjái sér fært að styrkja hana á meðan reikningurinn er enn opinn. Hægt er að styrkja Evu til 29. ágúst, á afmælisdegi hennar, en þá sér hún fram á að afhenda peninginn. Þeir sem vilja og hafa tök á að styrkja Evu og þar með Barnaspítala hringsins geta lagt inn á eftirfarandi reikning: Bankareikningur: 0545-14-001153 Kennitala: 2908022290
Heilsa Tengdar fréttir 16 ára gengur hringinn á fimmtíu dögum Eva Bryndís Ágústsdóttir, sem kallar sig Arkarann Evu ætla að eyða næstu fimmtíu dögum í að ganga hringinn í kringum landið. Eva sem er aðeins sextán ára gömul segist vera í mjög góðu formi og fari létt með að ganga hringinn. 19. júní 2019 19:52 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
16 ára gengur hringinn á fimmtíu dögum Eva Bryndís Ágústsdóttir, sem kallar sig Arkarann Evu ætla að eyða næstu fimmtíu dögum í að ganga hringinn í kringum landið. Eva sem er aðeins sextán ára gömul segist vera í mjög góðu formi og fari létt með að ganga hringinn. 19. júní 2019 19:52