Varla ský á himni á miðvikudag, ef spárnar ganga eftir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2019 22:41 Raufarhöfn virðist hafa dregið stutta stráið þegar kemur að veðurblíðu vikunnar. Skjáskot/Veðurstofa Íslands Það er útlit fyrir að miðvikudagurinn 31. júlí verði einstaklega sólríkur hér á landi, ef spár Veðurstofu Íslands ganga eftir. Hiti á landinu gæti náð allt að 25 stigum. Ef spákort á vef Veðurstofunnar er skoðað má sjá að gert er ráð fyrir glampandi sól víðast hvar á landinu. Raunar er spáin á þá leið að á öllum yfirlitsstöðvum landsins, nema þremur, verði heiðskírt um miðjan miðvikudag næstkomandi. Léttskýjað verður á Kvískeri og Stórhöfða í Vestmannaeyjum, en alskýjað á Raufarhöfn. Eins kann að vekja athygli margra að hitatölur í spánni eru víðs vegar „út úr kortinu,“ ef svo má að orði komast, og þá sérstaklega á vestanverðu landinu. Til að mynda er spáð 18 gráðu hita í Reykjavík, 21 gráðu í Stykkishólmi, 20 gráðum á Patreksfirði og heilum 25 gráðum á Hvanneyri. Samkvæmt veðurfræðingi hjá Veðurstofunni er möguleiki á því að þokubakkar slæðist inn á austurströnd landsins, sem kunni að draga úr blíðskaparveðrinu þar um slóðir. Litlar líkur séu þó á að hafgola nái að draga úr þeim mikla hita sem er spáð víða um landið, þar sem ákveðin austanátt hafi verið viðvarandi, og ætti hún að geta haldið golunni í skefjum. Þá er athygli vakin á því að nokkuð vindasamt gæti orðið á sunnanverðu landinu, um 10-15 metrar á sekúndu. Ferðalangar á húsbílum eða með húsvagna eða hestakerrur í eftirdragi eru varaðir við því að leggja leið sína um svæðið fyrr en vind hefur lægt. Veður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Það er útlit fyrir að miðvikudagurinn 31. júlí verði einstaklega sólríkur hér á landi, ef spár Veðurstofu Íslands ganga eftir. Hiti á landinu gæti náð allt að 25 stigum. Ef spákort á vef Veðurstofunnar er skoðað má sjá að gert er ráð fyrir glampandi sól víðast hvar á landinu. Raunar er spáin á þá leið að á öllum yfirlitsstöðvum landsins, nema þremur, verði heiðskírt um miðjan miðvikudag næstkomandi. Léttskýjað verður á Kvískeri og Stórhöfða í Vestmannaeyjum, en alskýjað á Raufarhöfn. Eins kann að vekja athygli margra að hitatölur í spánni eru víðs vegar „út úr kortinu,“ ef svo má að orði komast, og þá sérstaklega á vestanverðu landinu. Til að mynda er spáð 18 gráðu hita í Reykjavík, 21 gráðu í Stykkishólmi, 20 gráðum á Patreksfirði og heilum 25 gráðum á Hvanneyri. Samkvæmt veðurfræðingi hjá Veðurstofunni er möguleiki á því að þokubakkar slæðist inn á austurströnd landsins, sem kunni að draga úr blíðskaparveðrinu þar um slóðir. Litlar líkur séu þó á að hafgola nái að draga úr þeim mikla hita sem er spáð víða um landið, þar sem ákveðin austanátt hafi verið viðvarandi, og ætti hún að geta haldið golunni í skefjum. Þá er athygli vakin á því að nokkuð vindasamt gæti orðið á sunnanverðu landinu, um 10-15 metrar á sekúndu. Ferðalangar á húsbílum eða með húsvagna eða hestakerrur í eftirdragi eru varaðir við því að leggja leið sína um svæðið fyrr en vind hefur lægt.
Veður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira