Lífið

Vinkonur mætast í skemmtilegum spurninga- og drykkjuleik

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Skemmtileg keppni.
Skemmtileg keppni. YOUTUBE/KÓSÝ
Íslenska YouTube rásin kósý. birti í dag skemmtilegt myndband þar sem tvær vinkonur, Sara og Aníta, keppast um að sýna hvað þær vita mikið um hvor aðra.Það er þó einn hængur á, en svari önnur vinkvennanna vitlaust, þarf sú hin sama að taka skot af óræðum vökva, sem þó má leiða líkur að sé áfengur og fáist jafnvel í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.Eins þarf sú sem spurt er um að drekka, vilji hún ekki að svar um hana sjálfa komi fram.Kósý. er eins og áður segir íslensk YouTube rás og minnir óneitanlega á erlendar síður á borð við Cut. Kósý. kemur til með að framleiða afþreyingarefni fyrir Íslendinga á öllum helstu miðlum landsins. Instagram, Facebook, Twitter og YouTube.Veit Sara meira um Anítu heldur en Aníta um Söru? Sjón er sögu ríkari, en myndbandið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Reyndu að greina á milli þekktrar vöru og lággjaldavöru

Nú hefur verið sett á laggirnar YouTube síðan kósý. og er síðan íslensk. Rásin minnir óneitanlega á erlendar YouTube-síður á borð við Cut en í fyrsta þætti voru gestir kósý. beðnir um að opna kókoshnetu.

Báru saman mismunandi smjatt

Íslenska YouTube rásin kósý. fékk til sín nokkra einstaklinga sem annaðhvort var ætlað að smjatta eða að dæma til um smjatt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.