Lífið

Ellefu Íslendingar reyna að opna kókoshnetu á YouTube

Stefán Árni Pálsson skrifar
Allar ráðstafanir gerðar.
Allar ráðstafanir gerðar.
Nú hefur verið sett á laggirnar YouTube síðan kósý. og er síðan íslensk. Rásin minnir óneitanlega á erlendar YouTube-síður á borð við Cut en fyrsta innslagið er komið á vefinn.

Í fyrsta þætti kósý. voru ellefu einstaklingar fengnir til þess að mæta í stúdíó ómeðvitaðir um hvað þeir væru að fara gera. Markmiðið var að reyna opna kókoshnetu og fengu þau nokkur verkfæri í verkefnið.

kósý. er nýr netmiðill sem kemur til með að framleiða afþreyingarefni fyrir Íslendinga á  öllum helstu miðlum landsins. Instagram, Facebook, Twitter og YouTube en hér að neðan má sjá fyrsta myndbandið.Þeir sem tóku þátt í verkefninu voru: Arnhildur Anna Árnadóttir

Ásgeir Ingi Valtýsson

Birkir Þór Baldursson

Birta Bjarnadóttir

Fannar Guðmundsson

Gissur Ari Kristinsson

Haraldur Gísli Sigfússon

Júlía Guðbjörnsdóttir

Pétur Freyr Sigurjónsson

Sara Davíðsdóttir

Valgerður Anna Einarsdóttir

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.