Lífið

Lynch sögð leika 007 í næstu Bond-mynd

Andri Eysteinsson skrifar
Lynch á heimili Ian Fleming, skapara Bond, á Jamaíka.
Lynch á heimili Ian Fleming, skapara Bond, á Jamaíka. Getty/Slaven Vlasic
Talið er að breska leikkonan Lashana Lynch, sem meðal annars hefur leikið í myndum á borð við Captain Marvel, leiki hlutverk útsendara bresku krúnunnar, þekktum sem 007, í næstu James Bond mynd sem verður sú 25. í röðinni.

Guardian segir að breski leikarinn Daniel Craig, sem leikið hefur James Bond í síðustu fimm Bond myndum, haldi fengnum hlut og túlki Bond sjálfan sem muni þó ekki vera starfandi útsendari og er því ekki þekktur undir nafninu 007.

Talið er að söguþráður myndarinnar snúist um að Bond, sem sestur sé í helgan stein, sé kallaður til af félaga sínum til að aðstoða við leit að vísindamanni. Í millitíðinni hafi persóna Lynch verið skipuð 007.

Framleiðsla myndarinnar hefur ekki verið dans á rósum en leikstjóri síðustu Bond-myndarinnar, Sam Mendes, neitaði að taka þátt í verkefninu. Leikstjórinn Danny Boyle, sem ráðinn var í hans stað, hætti vegna handritsdeilna.

Bandaríski leikstjórinn Cary Fukunaga tók þá við verkefninu en hann er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt True Detective þáttum og myndinni Beasts of No Nation.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×