Upptaka af átakafundi Pírata: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sylvía Hall skrifa 16. júlí 2019 19:09 Helgi Hrafn og Halldóra voru á meðal þeirra sem beittu sér gegn skipun Birgittu í trúnaðarráðið. Vísir/Samsett Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu Jónsdóttur á fundi Pírata í gær. Þar sóttist Birgitta eftir sæti í trúnaðarráði flokksins en henni var hafnað og voru það þingmenn flokksins sem voru á meðal þeirra sem beittu sér gegn skipun hennar. Myndband af átakafundinum má sjá neðst í fréttinni. Birgitta er einn stofnenda Pírata og var formaður þingflokks Pírata árin 2013 til 2017. Hún neitaði að gefa viðtöl vegna málsins en birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún vitnaði í ljóð eftir Pál J. Árdal og má ætla að henni hafi verið misboðið vegna þess sem fram fór á fundinum. Sjá einnig: Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Á upptöku sem Viljinn birtir má sjá eldræðu Helga Hrafns um Birgittu þar sem hann segist ekki treysta henni til að halda trúnaði. Hann sé alfarið ósammála því að henni hafi verið ýtt úr flokknum líkt og hún hefur haldið fram og bætti hann við að hún ýtti frekar undir ósætti en að sætta hlutina. „Ég fékk smá í magann við að heyra það að Birgittu Jónsdóttur hafi verið ýtt úr flokknum. Nei, Birgitta Jónsdóttir fékk bara ekki að ráða til tilbreytingar. Og þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás og hún svarar því þannig.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var harðorður í garð Birgittu.Vísir/vilhelm Hótar samherjum sínum og grefur undan þeim Helgi Hrafn sagði reynslu sína af Birgittu vera þá að samstarf með henni væri ekki af hinu góða. Það hefði hann lært eftir að hafa unnið með henni um árabil. „Hún grefur undan samherjum sínum ef hún sér af þeim ógn. Hún hótar samherjum sínum þegar hún fær ekki það sem hún vill og gerir lítið úr vinnu þeirra sérstaklega þegar þeim gengur vel. Þetta er mín áralanga reynsla af því að vinna með Birgittu Jónsdóttur,“ sagði Helgi Hrafn. Ástæða þess að þingflokkurinn steig fram gegn Birgittu sé sú að það er eini hópurinn innan flokksins sem er í þeirri aðstöðu að geta staðið upp gegn henni að sögn Helga Hrafns. Hann sagði marga á fundinum vera sammála sér en þeir einstaklingar myndu aldrei þora að tala gegn henni af ótta við Birgittu. „Það er önnur ástæða fyrir því að þingflokkurinn stígur fram og það er vegna þess að þingflokkurinn er sá eini hópur í þessum flokki sem hefur þá stöðu til að standa upp í hárinu á henni og rétt varla svo, rétt nýlega eftir mörg ár af því að reyna að fara mildilega einhverja pólitíska leið. Það er ekki hægt, greinilega ekki. Það er fullt af fólki inni í þessu herbergi sem myndi standa upp og halda þessa sömu ræðu og þorir því ekki af réttmætum ástæðum, rökréttum ótta við viðbrögð Birgittu Jónsdóttur, að hún muni grafa undan þeim og ráðast á það á móti, sem hún myndi gera og ekki hika við það.“ Í samtali við fréttastofu í dag sagði Helgi Hrafn að á fundinum hafi farið fram mjög hreinskiptnar umræður um hvað felist í hlutverkinu og niðurstaðan hafi verið sú að Birgitta hafi ekki verið valin. Sjálfur hafi hann stutt hin tvö en hafi greitt atkvæði gegn skipun Birgittu. Hann hafi rökstutt þá ákvörðun en vildi í samtali við fréttastofu ekki gera frekari grein fyrir þeim rökstuðningi. Upplifði ákveðið mannorðsmorð Birgitta svaraði ræðu Helga Hrafns á fundinum og þakkaði þeim sem „þorðu“ að tilnefna sig í trúnaðarráð flokksins. Hún sagðist taka því ef það væri yfirgnæfandi meirihluti mótfallinn því en henni þætti miður að heyra þau ummæli sem voru látin falla. „Mér finnst alveg ótrúlegt að heyra það sem fólk hefur sagt hér sem er í valdamiklum stöðum innan flokksins. Mér finnst það ótrúlegt og ég get alveg tekið margt til mín og ég hef oft gert það en upplifi bara svona ákveðið mannorðsmorð hér í kvöld og það er ekki fallegt,“ sagði Birgitta. Samkvæmt lögum Pírata tekur framkvæmdaráð flokksins við tilnefningum og skipar þrjá einstaklinga í trúnaðarráð og skal skipun ráðsins staðfest á gildum félagsfundi. Á fundinum í gær voru greidd atkvæði um skipun Birgittu Jónsdóttur, Agnesar Ernu Esterardóttur og Hrannars Jónssonar í trúnaðarráð. Tilnefningar Agnesar og Hrannars voru samþykktar með miklum meirihluta en líkt og áður sagði var Birgittu hafnað en 68 greiddu atkvæði um skipun Birgittu í ráðið. Voru 55 andvígir en 13 fylgjandi. Píratar Tengdar fréttir Fjallað um svik Birgittu og dóma Sigga hakkara í einkaskilaboðum Wikileaks sem láku á netið Ellefu þúsund einkaskilaboðum Wikileaks á Twitter lekið. 1. ágúst 2018 16:10 Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu Jónsdóttur á fundi Pírata í gær. Þar sóttist Birgitta eftir sæti í trúnaðarráði flokksins en henni var hafnað og voru það þingmenn flokksins sem voru á meðal þeirra sem beittu sér gegn skipun hennar. Myndband af átakafundinum má sjá neðst í fréttinni. Birgitta er einn stofnenda Pírata og var formaður þingflokks Pírata árin 2013 til 2017. Hún neitaði að gefa viðtöl vegna málsins en birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún vitnaði í ljóð eftir Pál J. Árdal og má ætla að henni hafi verið misboðið vegna þess sem fram fór á fundinum. Sjá einnig: Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Á upptöku sem Viljinn birtir má sjá eldræðu Helga Hrafns um Birgittu þar sem hann segist ekki treysta henni til að halda trúnaði. Hann sé alfarið ósammála því að henni hafi verið ýtt úr flokknum líkt og hún hefur haldið fram og bætti hann við að hún ýtti frekar undir ósætti en að sætta hlutina. „Ég fékk smá í magann við að heyra það að Birgittu Jónsdóttur hafi verið ýtt úr flokknum. Nei, Birgitta Jónsdóttir fékk bara ekki að ráða til tilbreytingar. Og þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás og hún svarar því þannig.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var harðorður í garð Birgittu.Vísir/vilhelm Hótar samherjum sínum og grefur undan þeim Helgi Hrafn sagði reynslu sína af Birgittu vera þá að samstarf með henni væri ekki af hinu góða. Það hefði hann lært eftir að hafa unnið með henni um árabil. „Hún grefur undan samherjum sínum ef hún sér af þeim ógn. Hún hótar samherjum sínum þegar hún fær ekki það sem hún vill og gerir lítið úr vinnu þeirra sérstaklega þegar þeim gengur vel. Þetta er mín áralanga reynsla af því að vinna með Birgittu Jónsdóttur,“ sagði Helgi Hrafn. Ástæða þess að þingflokkurinn steig fram gegn Birgittu sé sú að það er eini hópurinn innan flokksins sem er í þeirri aðstöðu að geta staðið upp gegn henni að sögn Helga Hrafns. Hann sagði marga á fundinum vera sammála sér en þeir einstaklingar myndu aldrei þora að tala gegn henni af ótta við Birgittu. „Það er önnur ástæða fyrir því að þingflokkurinn stígur fram og það er vegna þess að þingflokkurinn er sá eini hópur í þessum flokki sem hefur þá stöðu til að standa upp í hárinu á henni og rétt varla svo, rétt nýlega eftir mörg ár af því að reyna að fara mildilega einhverja pólitíska leið. Það er ekki hægt, greinilega ekki. Það er fullt af fólki inni í þessu herbergi sem myndi standa upp og halda þessa sömu ræðu og þorir því ekki af réttmætum ástæðum, rökréttum ótta við viðbrögð Birgittu Jónsdóttur, að hún muni grafa undan þeim og ráðast á það á móti, sem hún myndi gera og ekki hika við það.“ Í samtali við fréttastofu í dag sagði Helgi Hrafn að á fundinum hafi farið fram mjög hreinskiptnar umræður um hvað felist í hlutverkinu og niðurstaðan hafi verið sú að Birgitta hafi ekki verið valin. Sjálfur hafi hann stutt hin tvö en hafi greitt atkvæði gegn skipun Birgittu. Hann hafi rökstutt þá ákvörðun en vildi í samtali við fréttastofu ekki gera frekari grein fyrir þeim rökstuðningi. Upplifði ákveðið mannorðsmorð Birgitta svaraði ræðu Helga Hrafns á fundinum og þakkaði þeim sem „þorðu“ að tilnefna sig í trúnaðarráð flokksins. Hún sagðist taka því ef það væri yfirgnæfandi meirihluti mótfallinn því en henni þætti miður að heyra þau ummæli sem voru látin falla. „Mér finnst alveg ótrúlegt að heyra það sem fólk hefur sagt hér sem er í valdamiklum stöðum innan flokksins. Mér finnst það ótrúlegt og ég get alveg tekið margt til mín og ég hef oft gert það en upplifi bara svona ákveðið mannorðsmorð hér í kvöld og það er ekki fallegt,“ sagði Birgitta. Samkvæmt lögum Pírata tekur framkvæmdaráð flokksins við tilnefningum og skipar þrjá einstaklinga í trúnaðarráð og skal skipun ráðsins staðfest á gildum félagsfundi. Á fundinum í gær voru greidd atkvæði um skipun Birgittu Jónsdóttur, Agnesar Ernu Esterardóttur og Hrannars Jónssonar í trúnaðarráð. Tilnefningar Agnesar og Hrannars voru samþykktar með miklum meirihluta en líkt og áður sagði var Birgittu hafnað en 68 greiddu atkvæði um skipun Birgittu í ráðið. Voru 55 andvígir en 13 fylgjandi.
Píratar Tengdar fréttir Fjallað um svik Birgittu og dóma Sigga hakkara í einkaskilaboðum Wikileaks sem láku á netið Ellefu þúsund einkaskilaboðum Wikileaks á Twitter lekið. 1. ágúst 2018 16:10 Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Fjallað um svik Birgittu og dóma Sigga hakkara í einkaskilaboðum Wikileaks sem láku á netið Ellefu þúsund einkaskilaboðum Wikileaks á Twitter lekið. 1. ágúst 2018 16:10
Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00