Lífið

Lét ókunnugan velja nýju klippinguna

Andri Eysteinsson skrifar
Eric Tabach fyrir klippingu ásamt hárgreiðslukonunni sem sá um herlegheitin.
Eric Tabach fyrir klippingu ásamt hárgreiðslukonunni sem sá um herlegheitin. Skjáskot/YouTube
„Ég myndi gera næstum hvað sem er fyrir frægðina,“ segir í þekktu lagi Stuðmanna en textabrotið á við um marga, víða um heim. Einn þeirra er Eric Tabach sem vinnur hjá Buzzfeed og birtir hvert fáránlega myndbandið á fætur öðru þar sem hann gerir eitthvað asnalegt.Í nýjasta myndbandinu úr smiðju Tabach hélt hann á hárgreiðslustofu og lét ókunnugan aðila þar inni ákveða hvað skyldi gera við síða krullaða lokka hans. Ákvörðunin fór þannig fram að Eric lét klippa sig eins og sá sem á undan honum kom.Eric virtist frekar taugaóstyrkur á leið hans á stofuna og sagðist aldrei hafa litið vel út með stutt hár. Vel stutt hár varð þó fyrir valinu en sjá má útkomuna og ferlið í myndbandinu hér að neðan.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.