Fótbolti

Alsír Afríkumeistari í fyrsta sinn í 29 ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alsíringar fagna marki Baghdads Bounedjah.
Alsíringar fagna marki Baghdads Bounedjah. vísir/getty

Alsír er Afríkumeistari í annað sinn eftir 0-1 sigur á Senegal í úrslitaleik í Kairó í kvöld.


Baghdad Bounedjah skoraði eina mark leiksins strax á 2. mínútu. Hann átti þá skot sem fór af Salif Sané og í háum boga yfir Alfred Gomis í marki Senegals. Þetta var fyrsta og eina skot Alsír í leiknum.

Eftir klukkutíma leik dæmdi Neant Alioum, dómari leiksins, vítaspyrnu á Alsír. Hann sneri dómnum hins vegar við eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi.

Senegal sótti meira í leiknum en tókst ekki að skora og Alsír hélt hreinu í fimmta sinn á mótinu.

Alsír varð einnig Afríkumeistari á heimavelli 1990. Liðið vann þá 1-0 sigur á Nígeríu í úrslitaleik. Senegal hefur aldrei orðið Afríkumeistari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.