Skyggnst inn í Drottninguna við Skarfabakka Kristín Ólafsdóttir og Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifa 19. júlí 2019 22:12 Það er allt til alls í Queen Mary. Mynd/Samsett Farþegaskipið Queen Mary 2 lagðist að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. Skipið er lengsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til landsins. Fréttamaður Stöðvar 2 og ljósmyndari Vísis skyggndust bæði inn í skipið í dag, sem er afar íburðarmikið. Það tók um tvo tíma að kanna skipið þvert og endilangt. Þar er allt til alls, fimmtán veitingastaðir og barir, fimm sundlaugar, spilavíti, kvikmyndahús, danssalur, listasafn og lítill tennisvöllur. Erna Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir skipaumferð hafa tvöfaldast frá árinu 2016. „En hins vegar má ekki rugla saman skipaumferð og skipum. Hins vegar eru skipin að koma oftar til landsins en þau hafa gert áður.“ Hún bendir á að þessi aukning hafi jákvæð efnahagsleg áhrif. „Cruise Iceland gerði könnun árið 2018. Þá kom í ljós að það voru 16,4 milljarðar íþjóðarbúið og 920 störf yfir tímabilið sem að sköpuðust.“ Drottningin kom frá Liverpool og var um tvo sólahringa á leiðinni hingað til lands. Hún stoppar í rúman sólahring og mun halda til Halifax klukkan tvö á morgun. Skipið er gert út af breska skipafélaginu Cunard og siglir á milli Southampton á Englandi og New York í Bandaríkjunum.Í spilaranum hér að neðan má fylgjast með heimsókn Stöðvar 2 í Queen Mary 2 í dag.Hér að neðan má sjá ljósmyndir sem teknar voru af herlegheitunum, einnig í dag.Öllu tjaldað til í þessum sal.Vísir/VilhelmHér ræður rauði liturinn ríkjum.Vísir/VilhelmHér er eflaust hægt að láta fara vel um sig yfir bíómynd.Vísir/VilhelmHér væsir ekki um listunnendur.Vísir/vilhelmSkipið er það lengsta sem komið hefur hingað til lands, og gangarnir langir eftir því.Vísir/vilhelmEin af sundlaugunum fimm sem skipið státar af.Vísir/Vilhelm Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir 345 metra farþegaskip í Reykjavík Farþegaskipið RMS Queen Mary 2 er í þann mund að leggja að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík. 19. júlí 2019 07:21 Metfjöldi skemmtiferðaskipa í ár Skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 sem liggur við bryggju í Reykjavík er lengsta skip sem komið hefur til landsins. 19. júlí 2019 12:45 Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
Farþegaskipið Queen Mary 2 lagðist að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. Skipið er lengsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til landsins. Fréttamaður Stöðvar 2 og ljósmyndari Vísis skyggndust bæði inn í skipið í dag, sem er afar íburðarmikið. Það tók um tvo tíma að kanna skipið þvert og endilangt. Þar er allt til alls, fimmtán veitingastaðir og barir, fimm sundlaugar, spilavíti, kvikmyndahús, danssalur, listasafn og lítill tennisvöllur. Erna Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir skipaumferð hafa tvöfaldast frá árinu 2016. „En hins vegar má ekki rugla saman skipaumferð og skipum. Hins vegar eru skipin að koma oftar til landsins en þau hafa gert áður.“ Hún bendir á að þessi aukning hafi jákvæð efnahagsleg áhrif. „Cruise Iceland gerði könnun árið 2018. Þá kom í ljós að það voru 16,4 milljarðar íþjóðarbúið og 920 störf yfir tímabilið sem að sköpuðust.“ Drottningin kom frá Liverpool og var um tvo sólahringa á leiðinni hingað til lands. Hún stoppar í rúman sólahring og mun halda til Halifax klukkan tvö á morgun. Skipið er gert út af breska skipafélaginu Cunard og siglir á milli Southampton á Englandi og New York í Bandaríkjunum.Í spilaranum hér að neðan má fylgjast með heimsókn Stöðvar 2 í Queen Mary 2 í dag.Hér að neðan má sjá ljósmyndir sem teknar voru af herlegheitunum, einnig í dag.Öllu tjaldað til í þessum sal.Vísir/VilhelmHér ræður rauði liturinn ríkjum.Vísir/VilhelmHér er eflaust hægt að láta fara vel um sig yfir bíómynd.Vísir/VilhelmHér væsir ekki um listunnendur.Vísir/vilhelmSkipið er það lengsta sem komið hefur hingað til lands, og gangarnir langir eftir því.Vísir/vilhelmEin af sundlaugunum fimm sem skipið státar af.Vísir/Vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir 345 metra farþegaskip í Reykjavík Farþegaskipið RMS Queen Mary 2 er í þann mund að leggja að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík. 19. júlí 2019 07:21 Metfjöldi skemmtiferðaskipa í ár Skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 sem liggur við bryggju í Reykjavík er lengsta skip sem komið hefur til landsins. 19. júlí 2019 12:45 Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
345 metra farþegaskip í Reykjavík Farþegaskipið RMS Queen Mary 2 er í þann mund að leggja að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík. 19. júlí 2019 07:21
Metfjöldi skemmtiferðaskipa í ár Skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 sem liggur við bryggju í Reykjavík er lengsta skip sem komið hefur til landsins. 19. júlí 2019 12:45