Gagnrýnin á herta stefnu í vímuefnamálum: „Það er verið að refsa veiku fólki“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. júlí 2019 19:15 Formaður Snarrótarinnar, félags um nýjar leiðir í fíknivörnum, segir að í nýrri löggæsluáætlun felist hert stefna stjórnvalda í vímuefnamálum. Slík stefnubreyting muni bitna illa á þeim allra veikustu. Þá fari hún þvert gegn ríkjandi alþjóðlegum straumum. Yfirlýsingu frá Snarrótinni má sjá hér. Á dögunum birti dómsmálaráðuneytið löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem meðal annars eru skilgreindar stefnur í vímuefnamálum. Þar er talað um aukna frumkvæðislöggæslu á sviði fíkniefnabrota og segir Lilja Sif Þorsteinsdóttir, formaður Snarrótarinnar, að um sé að ræða þvingunarúrræði, svo sem leit og haldlagningu sem muni bitna illa á veikustu fíklunum. „Þeir þurfa að leggja mikið á sig til að fá þessi efni. Þetta er það sem gerir það að verkum að fólk er brjóta lögin og lenda í endurteknum áföllum og jafnvel að selja eigur sínar og líkama sinn. Síðan er þetta tekið af þeim. Það er verið að handleggja litla neysluskammta sem fólk hefur lagt ómælt erfiði á sig til að fá. Fólk þarf þá að fara aftur að brjóta og beygja lögin,“ segir Lilja Sif. Það skjóti sökku við að herða eigi stefnuna þegar reynslan sýni að aukin löggæsla skili sér ekki í minni eftirspurn. „Það er verið að refsa veiku fólki og ekki nóg með það heldur eykst neyslan og efnin verða harðari og það fylgja þessu fleiri glæpir,“ segir Lilja Sif. Hún bætir við að víða erlendis hafi löggæsla þróast í öfuga átt, enda hafi virtar alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina hvatt til að bundinn verði endir á hið svokallaða fíknistríð, og farið verði að nálgast málið sem velferðar- og heilbrigðismál. „Ég vil sjá stefnuna hér á Íslandi vera í samræmi við það sem er að gerast á Vesturlöndunum. Að þetta sé meira heilbrigðis- og velferðarmál,“ segir Lilja Sif. Heilbrigðismál Lögreglan Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Formaður Snarrótarinnar, félags um nýjar leiðir í fíknivörnum, segir að í nýrri löggæsluáætlun felist hert stefna stjórnvalda í vímuefnamálum. Slík stefnubreyting muni bitna illa á þeim allra veikustu. Þá fari hún þvert gegn ríkjandi alþjóðlegum straumum. Yfirlýsingu frá Snarrótinni má sjá hér. Á dögunum birti dómsmálaráðuneytið löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem meðal annars eru skilgreindar stefnur í vímuefnamálum. Þar er talað um aukna frumkvæðislöggæslu á sviði fíkniefnabrota og segir Lilja Sif Þorsteinsdóttir, formaður Snarrótarinnar, að um sé að ræða þvingunarúrræði, svo sem leit og haldlagningu sem muni bitna illa á veikustu fíklunum. „Þeir þurfa að leggja mikið á sig til að fá þessi efni. Þetta er það sem gerir það að verkum að fólk er brjóta lögin og lenda í endurteknum áföllum og jafnvel að selja eigur sínar og líkama sinn. Síðan er þetta tekið af þeim. Það er verið að handleggja litla neysluskammta sem fólk hefur lagt ómælt erfiði á sig til að fá. Fólk þarf þá að fara aftur að brjóta og beygja lögin,“ segir Lilja Sif. Það skjóti sökku við að herða eigi stefnuna þegar reynslan sýni að aukin löggæsla skili sér ekki í minni eftirspurn. „Það er verið að refsa veiku fólki og ekki nóg með það heldur eykst neyslan og efnin verða harðari og það fylgja þessu fleiri glæpir,“ segir Lilja Sif. Hún bætir við að víða erlendis hafi löggæsla þróast í öfuga átt, enda hafi virtar alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina hvatt til að bundinn verði endir á hið svokallaða fíknistríð, og farið verði að nálgast málið sem velferðar- og heilbrigðismál. „Ég vil sjá stefnuna hér á Íslandi vera í samræmi við það sem er að gerast á Vesturlöndunum. Að þetta sé meira heilbrigðis- og velferðarmál,“ segir Lilja Sif.
Heilbrigðismál Lögreglan Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira