Gagnrýnin á herta stefnu í vímuefnamálum: „Það er verið að refsa veiku fólki“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. júlí 2019 19:15 Formaður Snarrótarinnar, félags um nýjar leiðir í fíknivörnum, segir að í nýrri löggæsluáætlun felist hert stefna stjórnvalda í vímuefnamálum. Slík stefnubreyting muni bitna illa á þeim allra veikustu. Þá fari hún þvert gegn ríkjandi alþjóðlegum straumum. Yfirlýsingu frá Snarrótinni má sjá hér. Á dögunum birti dómsmálaráðuneytið löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem meðal annars eru skilgreindar stefnur í vímuefnamálum. Þar er talað um aukna frumkvæðislöggæslu á sviði fíkniefnabrota og segir Lilja Sif Þorsteinsdóttir, formaður Snarrótarinnar, að um sé að ræða þvingunarúrræði, svo sem leit og haldlagningu sem muni bitna illa á veikustu fíklunum. „Þeir þurfa að leggja mikið á sig til að fá þessi efni. Þetta er það sem gerir það að verkum að fólk er brjóta lögin og lenda í endurteknum áföllum og jafnvel að selja eigur sínar og líkama sinn. Síðan er þetta tekið af þeim. Það er verið að handleggja litla neysluskammta sem fólk hefur lagt ómælt erfiði á sig til að fá. Fólk þarf þá að fara aftur að brjóta og beygja lögin,“ segir Lilja Sif. Það skjóti sökku við að herða eigi stefnuna þegar reynslan sýni að aukin löggæsla skili sér ekki í minni eftirspurn. „Það er verið að refsa veiku fólki og ekki nóg með það heldur eykst neyslan og efnin verða harðari og það fylgja þessu fleiri glæpir,“ segir Lilja Sif. Hún bætir við að víða erlendis hafi löggæsla þróast í öfuga átt, enda hafi virtar alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina hvatt til að bundinn verði endir á hið svokallaða fíknistríð, og farið verði að nálgast málið sem velferðar- og heilbrigðismál. „Ég vil sjá stefnuna hér á Íslandi vera í samræmi við það sem er að gerast á Vesturlöndunum. Að þetta sé meira heilbrigðis- og velferðarmál,“ segir Lilja Sif. Heilbrigðismál Lögreglan Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Erlent Fleiri fréttir Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjá meira
Formaður Snarrótarinnar, félags um nýjar leiðir í fíknivörnum, segir að í nýrri löggæsluáætlun felist hert stefna stjórnvalda í vímuefnamálum. Slík stefnubreyting muni bitna illa á þeim allra veikustu. Þá fari hún þvert gegn ríkjandi alþjóðlegum straumum. Yfirlýsingu frá Snarrótinni má sjá hér. Á dögunum birti dómsmálaráðuneytið löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem meðal annars eru skilgreindar stefnur í vímuefnamálum. Þar er talað um aukna frumkvæðislöggæslu á sviði fíkniefnabrota og segir Lilja Sif Þorsteinsdóttir, formaður Snarrótarinnar, að um sé að ræða þvingunarúrræði, svo sem leit og haldlagningu sem muni bitna illa á veikustu fíklunum. „Þeir þurfa að leggja mikið á sig til að fá þessi efni. Þetta er það sem gerir það að verkum að fólk er brjóta lögin og lenda í endurteknum áföllum og jafnvel að selja eigur sínar og líkama sinn. Síðan er þetta tekið af þeim. Það er verið að handleggja litla neysluskammta sem fólk hefur lagt ómælt erfiði á sig til að fá. Fólk þarf þá að fara aftur að brjóta og beygja lögin,“ segir Lilja Sif. Það skjóti sökku við að herða eigi stefnuna þegar reynslan sýni að aukin löggæsla skili sér ekki í minni eftirspurn. „Það er verið að refsa veiku fólki og ekki nóg með það heldur eykst neyslan og efnin verða harðari og það fylgja þessu fleiri glæpir,“ segir Lilja Sif. Hún bætir við að víða erlendis hafi löggæsla þróast í öfuga átt, enda hafi virtar alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina hvatt til að bundinn verði endir á hið svokallaða fíknistríð, og farið verði að nálgast málið sem velferðar- og heilbrigðismál. „Ég vil sjá stefnuna hér á Íslandi vera í samræmi við það sem er að gerast á Vesturlöndunum. Að þetta sé meira heilbrigðis- og velferðarmál,“ segir Lilja Sif.
Heilbrigðismál Lögreglan Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Erlent Fleiri fréttir Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjá meira