Snýr aftur með uppistand 18 mánuðum eftir ásökun um ósæmilega hegðun Sylvía Hall skrifar 2. júlí 2019 10:58 Uppistandið verður aðgengilegt á Netflix þann 9. júlí. Vísir/Getty Uppistand frá grínistanum Aziz Ansari fer í sýningar á streymisveitunni Netflix þann 9. júlí næstkomandi. Leikarinn hefur verið í hvíld frá sviðsljósinu í um það bil tvö ár eftir að ásakanir um ósæmilega hegðun hans komu fram í ársbyrjun 2018. Grínistinn tilkynnti um uppistandið á Twitter-síðu sinni í gær en það ber titilinn Aziz Ansari: Right Now. Áður hafði Ansari verið í samstarfi með Netflix í þáttunum Master of None þar sem hann fór með aðalhlutverkið.New standup special Aziz Ansari: Right Now. Directed by Spike Jonze. Out July 9th on @netflix. (cc: @netflixisajoke) pic.twitter.com/oJBXdbiA1b — Aziz Ansari (@azizansari) July 1, 2019 Uppistandið er það fyrsta sem kemur frá leikaranum eftir að 23 ára gömul kona skrifaði grein á vefmiðilinn Babe þar sem hún lýsti stefnumóti þeirra sem versta kvöldi lífs síns. Hún sagði hann hafa hundsað augljós merki hennar um að hún hefði ekki áhuga á kynlífi.Sjá einnig: Aziz Ansari svarar ásökun um kynferðisofbeldi Hún sendi honum smáskilaboð eftir stefnumótið og gerði honum ljóst að hegðun hans hafi komið henni í óþægilega stöðu. Hann sagðist hafa lesið aðstæðurnar vitlaust og honum þætti það leitt. Í yfirlýsingu sem fulltrúi Ansari gaf út fyrir hans hönd kom fram að leikarinn hafi talið að það sem átti sér stað hafi algerlega verið með vilja þeirra beggja. Ansari viðurkenndi að þau hafi farið á stefnumót og stundað kynferðislegar athafnir en upplifun hennar hafi komið henni verulega á óvart. Hollywood Kynferðisleg áreitni valdamanna MeToo Netflix Uppistand Tengdar fréttir Aziz Ansari svarar ásökun um kynferðisofbeldi Ansari hefur stutt MeToo-byltinguna en hefur nú sjálfur verið sakaður um að hafa gengið of langt á stefnumóti með konu í fyrra. 15. janúar 2018 08:05 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Uppistand frá grínistanum Aziz Ansari fer í sýningar á streymisveitunni Netflix þann 9. júlí næstkomandi. Leikarinn hefur verið í hvíld frá sviðsljósinu í um það bil tvö ár eftir að ásakanir um ósæmilega hegðun hans komu fram í ársbyrjun 2018. Grínistinn tilkynnti um uppistandið á Twitter-síðu sinni í gær en það ber titilinn Aziz Ansari: Right Now. Áður hafði Ansari verið í samstarfi með Netflix í þáttunum Master of None þar sem hann fór með aðalhlutverkið.New standup special Aziz Ansari: Right Now. Directed by Spike Jonze. Out July 9th on @netflix. (cc: @netflixisajoke) pic.twitter.com/oJBXdbiA1b — Aziz Ansari (@azizansari) July 1, 2019 Uppistandið er það fyrsta sem kemur frá leikaranum eftir að 23 ára gömul kona skrifaði grein á vefmiðilinn Babe þar sem hún lýsti stefnumóti þeirra sem versta kvöldi lífs síns. Hún sagði hann hafa hundsað augljós merki hennar um að hún hefði ekki áhuga á kynlífi.Sjá einnig: Aziz Ansari svarar ásökun um kynferðisofbeldi Hún sendi honum smáskilaboð eftir stefnumótið og gerði honum ljóst að hegðun hans hafi komið henni í óþægilega stöðu. Hann sagðist hafa lesið aðstæðurnar vitlaust og honum þætti það leitt. Í yfirlýsingu sem fulltrúi Ansari gaf út fyrir hans hönd kom fram að leikarinn hafi talið að það sem átti sér stað hafi algerlega verið með vilja þeirra beggja. Ansari viðurkenndi að þau hafi farið á stefnumót og stundað kynferðislegar athafnir en upplifun hennar hafi komið henni verulega á óvart.
Hollywood Kynferðisleg áreitni valdamanna MeToo Netflix Uppistand Tengdar fréttir Aziz Ansari svarar ásökun um kynferðisofbeldi Ansari hefur stutt MeToo-byltinguna en hefur nú sjálfur verið sakaður um að hafa gengið of langt á stefnumóti með konu í fyrra. 15. janúar 2018 08:05 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Aziz Ansari svarar ásökun um kynferðisofbeldi Ansari hefur stutt MeToo-byltinguna en hefur nú sjálfur verið sakaður um að hafa gengið of langt á stefnumóti með konu í fyrra. 15. janúar 2018 08:05