Júlíspá Siggu Kling - Krabbinn: Þú færð góðar fréttir sem styrkja þig Sigga Kling skrifar 5. júlí 2019 09:00 Elsku Krabbinn minn, þú ert kærleiksríkur og hefur þá einstöku gjöf að vera vel máli farinn, svo alveg sama þó þú talir kannski vitlaust þá geturðu útskýrt hlutina svo vel og látið manni finnast að venjulegur hafragrautur sé himnaríki líkastur. Það eru töluvert miklar breytingar og skemmtilegar tilviljanir sem hjálpa þér áfram með ástríðu þína núna á næstu þremur mánuðum. Þú ert búinn að verða fyrir hindrunum og botnar jafnvel hvorki upp né niður í hvað er að gerast, en þú átt eftir að sjá það betur núna í þessum mánuði að allt er að blessast. Þú færð góðar fréttir sem styrkja þig og auðvelda þér lífið og þú verður á hápunktinum á þessu ári í júlí og tengir það að mörgu leyti því að þetta er afmælistímabilið þitt. Í þessu felst bæði uppgjör og svo líka sátt við síðasta ár og svo mikill kraftur til að takast á við ný og spennandi hlutverk. Talaðu hreint út um tilfinningar þínar og ekki fela neitt, því eftir því sem þú ert hreinskilnari þá brýturðu niður gamla gremju og finnur þú ert frjáls í eigin skinni og þú munt losa þig við höft eða það sem hefur haldið þér niðri og það er líka partur af frelsinu sem þú munt finna. Með hverjum deginum muntu öðlast meiri trú á eigin verðleikum og þó að verkefnin eigi eftir að hlaðast upp af því að þú átt erfitt með að segja nei, sem er þinn kostur, þá máttu auðvitað líka dekra meira við sjálfan þig, það sakar ekki. Hjá þeim sem eru að spá í ástina er mikil háspenna í gangi og margt að gerast, svo leyfðu þér bara að vera til og tilfinningunum að ráða för, því ástin er með sömu kennitölu og þú (því þú ERT ástin). Ekkert vera að stressa þig yfir peningamálum, því mikið flæði er að myndast hjá þér á því sviði, þó trúlega ekki endilega þaðan sem þú býst við að fjármunirnir komi, en það skiptir nú engu máli því þú munt redda því sem þú þarft að redda, enda gæti ævisaga þín heitið „þetta reddast“. Knús og kveðja, þín Sigga KlingUnnsteinn, Ásdís, Óli, Guðni, Meryl og Ariana.Vísir/getty/fblKrabbi 22. júní - 22. júlíAuðunn Blöndal, 8. júlí Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, 3. júlí Edda Sif, 20. júlí Sindri Sindrason, 19. júlí Ásdís Halla Bragadóttir, 6. júlí Guðni Th. forseti Íslands, 26. júní Unnsteinn Manuel Stefánsson, tónlistarmaður, 2. júlí Ariana Grande, tónlistarkona, 26. júní Meryl Streep, leikkona, 22. júní Lionel Messi, fótboltamaður, 24. júní Selena Gomez, leik- og söngkona, 22. júlí Khloé Kardashian, raunveruleikastjarna, 27. júní Lana Del Rey, söngkona, 21. júní Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Sjá meira
Elsku Krabbinn minn, þú ert kærleiksríkur og hefur þá einstöku gjöf að vera vel máli farinn, svo alveg sama þó þú talir kannski vitlaust þá geturðu útskýrt hlutina svo vel og látið manni finnast að venjulegur hafragrautur sé himnaríki líkastur. Það eru töluvert miklar breytingar og skemmtilegar tilviljanir sem hjálpa þér áfram með ástríðu þína núna á næstu þremur mánuðum. Þú ert búinn að verða fyrir hindrunum og botnar jafnvel hvorki upp né niður í hvað er að gerast, en þú átt eftir að sjá það betur núna í þessum mánuði að allt er að blessast. Þú færð góðar fréttir sem styrkja þig og auðvelda þér lífið og þú verður á hápunktinum á þessu ári í júlí og tengir það að mörgu leyti því að þetta er afmælistímabilið þitt. Í þessu felst bæði uppgjör og svo líka sátt við síðasta ár og svo mikill kraftur til að takast á við ný og spennandi hlutverk. Talaðu hreint út um tilfinningar þínar og ekki fela neitt, því eftir því sem þú ert hreinskilnari þá brýturðu niður gamla gremju og finnur þú ert frjáls í eigin skinni og þú munt losa þig við höft eða það sem hefur haldið þér niðri og það er líka partur af frelsinu sem þú munt finna. Með hverjum deginum muntu öðlast meiri trú á eigin verðleikum og þó að verkefnin eigi eftir að hlaðast upp af því að þú átt erfitt með að segja nei, sem er þinn kostur, þá máttu auðvitað líka dekra meira við sjálfan þig, það sakar ekki. Hjá þeim sem eru að spá í ástina er mikil háspenna í gangi og margt að gerast, svo leyfðu þér bara að vera til og tilfinningunum að ráða för, því ástin er með sömu kennitölu og þú (því þú ERT ástin). Ekkert vera að stressa þig yfir peningamálum, því mikið flæði er að myndast hjá þér á því sviði, þó trúlega ekki endilega þaðan sem þú býst við að fjármunirnir komi, en það skiptir nú engu máli því þú munt redda því sem þú þarft að redda, enda gæti ævisaga þín heitið „þetta reddast“. Knús og kveðja, þín Sigga KlingUnnsteinn, Ásdís, Óli, Guðni, Meryl og Ariana.Vísir/getty/fblKrabbi 22. júní - 22. júlíAuðunn Blöndal, 8. júlí Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, 3. júlí Edda Sif, 20. júlí Sindri Sindrason, 19. júlí Ásdís Halla Bragadóttir, 6. júlí Guðni Th. forseti Íslands, 26. júní Unnsteinn Manuel Stefánsson, tónlistarmaður, 2. júlí Ariana Grande, tónlistarkona, 26. júní Meryl Streep, leikkona, 22. júní Lionel Messi, fótboltamaður, 24. júní Selena Gomez, leik- og söngkona, 22. júlí Khloé Kardashian, raunveruleikastjarna, 27. júní Lana Del Rey, söngkona, 21. júní
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Sjá meira