Júlíspá Siggu Kling - Krabbinn: Þú færð góðar fréttir sem styrkja þig Sigga Kling skrifar 5. júlí 2019 09:00 Elsku Krabbinn minn, þú ert kærleiksríkur og hefur þá einstöku gjöf að vera vel máli farinn, svo alveg sama þó þú talir kannski vitlaust þá geturðu útskýrt hlutina svo vel og látið manni finnast að venjulegur hafragrautur sé himnaríki líkastur. Það eru töluvert miklar breytingar og skemmtilegar tilviljanir sem hjálpa þér áfram með ástríðu þína núna á næstu þremur mánuðum. Þú ert búinn að verða fyrir hindrunum og botnar jafnvel hvorki upp né niður í hvað er að gerast, en þú átt eftir að sjá það betur núna í þessum mánuði að allt er að blessast. Þú færð góðar fréttir sem styrkja þig og auðvelda þér lífið og þú verður á hápunktinum á þessu ári í júlí og tengir það að mörgu leyti því að þetta er afmælistímabilið þitt. Í þessu felst bæði uppgjör og svo líka sátt við síðasta ár og svo mikill kraftur til að takast á við ný og spennandi hlutverk. Talaðu hreint út um tilfinningar þínar og ekki fela neitt, því eftir því sem þú ert hreinskilnari þá brýturðu niður gamla gremju og finnur þú ert frjáls í eigin skinni og þú munt losa þig við höft eða það sem hefur haldið þér niðri og það er líka partur af frelsinu sem þú munt finna. Með hverjum deginum muntu öðlast meiri trú á eigin verðleikum og þó að verkefnin eigi eftir að hlaðast upp af því að þú átt erfitt með að segja nei, sem er þinn kostur, þá máttu auðvitað líka dekra meira við sjálfan þig, það sakar ekki. Hjá þeim sem eru að spá í ástina er mikil háspenna í gangi og margt að gerast, svo leyfðu þér bara að vera til og tilfinningunum að ráða för, því ástin er með sömu kennitölu og þú (því þú ERT ástin). Ekkert vera að stressa þig yfir peningamálum, því mikið flæði er að myndast hjá þér á því sviði, þó trúlega ekki endilega þaðan sem þú býst við að fjármunirnir komi, en það skiptir nú engu máli því þú munt redda því sem þú þarft að redda, enda gæti ævisaga þín heitið „þetta reddast“. Knús og kveðja, þín Sigga KlingUnnsteinn, Ásdís, Óli, Guðni, Meryl og Ariana.Vísir/getty/fblKrabbi 22. júní - 22. júlíAuðunn Blöndal, 8. júlí Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, 3. júlí Edda Sif, 20. júlí Sindri Sindrason, 19. júlí Ásdís Halla Bragadóttir, 6. júlí Guðni Th. forseti Íslands, 26. júní Unnsteinn Manuel Stefánsson, tónlistarmaður, 2. júlí Ariana Grande, tónlistarkona, 26. júní Meryl Streep, leikkona, 22. júní Lionel Messi, fótboltamaður, 24. júní Selena Gomez, leik- og söngkona, 22. júlí Khloé Kardashian, raunveruleikastjarna, 27. júní Lana Del Rey, söngkona, 21. júní Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Sjá meira
Elsku Krabbinn minn, þú ert kærleiksríkur og hefur þá einstöku gjöf að vera vel máli farinn, svo alveg sama þó þú talir kannski vitlaust þá geturðu útskýrt hlutina svo vel og látið manni finnast að venjulegur hafragrautur sé himnaríki líkastur. Það eru töluvert miklar breytingar og skemmtilegar tilviljanir sem hjálpa þér áfram með ástríðu þína núna á næstu þremur mánuðum. Þú ert búinn að verða fyrir hindrunum og botnar jafnvel hvorki upp né niður í hvað er að gerast, en þú átt eftir að sjá það betur núna í þessum mánuði að allt er að blessast. Þú færð góðar fréttir sem styrkja þig og auðvelda þér lífið og þú verður á hápunktinum á þessu ári í júlí og tengir það að mörgu leyti því að þetta er afmælistímabilið þitt. Í þessu felst bæði uppgjör og svo líka sátt við síðasta ár og svo mikill kraftur til að takast á við ný og spennandi hlutverk. Talaðu hreint út um tilfinningar þínar og ekki fela neitt, því eftir því sem þú ert hreinskilnari þá brýturðu niður gamla gremju og finnur þú ert frjáls í eigin skinni og þú munt losa þig við höft eða það sem hefur haldið þér niðri og það er líka partur af frelsinu sem þú munt finna. Með hverjum deginum muntu öðlast meiri trú á eigin verðleikum og þó að verkefnin eigi eftir að hlaðast upp af því að þú átt erfitt með að segja nei, sem er þinn kostur, þá máttu auðvitað líka dekra meira við sjálfan þig, það sakar ekki. Hjá þeim sem eru að spá í ástina er mikil háspenna í gangi og margt að gerast, svo leyfðu þér bara að vera til og tilfinningunum að ráða för, því ástin er með sömu kennitölu og þú (því þú ERT ástin). Ekkert vera að stressa þig yfir peningamálum, því mikið flæði er að myndast hjá þér á því sviði, þó trúlega ekki endilega þaðan sem þú býst við að fjármunirnir komi, en það skiptir nú engu máli því þú munt redda því sem þú þarft að redda, enda gæti ævisaga þín heitið „þetta reddast“. Knús og kveðja, þín Sigga KlingUnnsteinn, Ásdís, Óli, Guðni, Meryl og Ariana.Vísir/getty/fblKrabbi 22. júní - 22. júlíAuðunn Blöndal, 8. júlí Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, 3. júlí Edda Sif, 20. júlí Sindri Sindrason, 19. júlí Ásdís Halla Bragadóttir, 6. júlí Guðni Th. forseti Íslands, 26. júní Unnsteinn Manuel Stefánsson, tónlistarmaður, 2. júlí Ariana Grande, tónlistarkona, 26. júní Meryl Streep, leikkona, 22. júní Lionel Messi, fótboltamaður, 24. júní Selena Gomez, leik- og söngkona, 22. júlí Khloé Kardashian, raunveruleikastjarna, 27. júní Lana Del Rey, söngkona, 21. júní
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Sjá meira