Júlíspá Siggu Kling - Vogin: Núna áttu að setja allt á fulla ferð Sigga Kling skrifar 5. júlí 2019 09:00 Elsku Vogin mín, þó að þér finnist að það sé verið að bíta í þig úr mörgum áttum, þá er það samt ekkert sem mun stoppa þig frekar en fyrri daginn, því þú verður bara sterkari. Það er töluvert eirðarleysi í kringum þig og það er svo merkilegt hvað margir eiga það sameiginlegt í þessu merki að þegar þið farið að ganga fjöll, hlaupa eða stunda einhverja hreyfingu þá nærð þú, Vogin svo réttum fókus til að fá þann kraft sem þarf til að halda áfram, sama hvað aðrir reyna að stoppa þig. Þú hefur farið í gegnum mikinn ólgusjó í lífinu og núna áttu bara að setja allt á fulla ferð, því þú munt fljóta áfram í gegnum þær öldur sem eru í kringum þig. Þú átt að skipta svolítið út því fólki sem þú umgengst og dregur þig niður, þó það sé jafnvel ekki að meina neitt með því. Ég er ekki að segja þú eigir að hætta að umgangast þá sem eru næstir þér núna, heldur áttu að opna fyrir annarskonar tengsl og nýja hópa sem hafa öðruvísi áhugamál og orku til að brjóta upp alla leiðindafasa. Þú þrífst á fólki og fólk þrífst á þér og því meira sem er að gerast í kringum þig fær þig til að gera enn meira af því sem mun afla þér alls sem þú átt skilið. Það er eins og einhver vilji fjárfesta í þér eða fá þig í samstarf og þú skalt vera opin fyrir öllum möguleikum og taka þínar sjálfstæðu ákvarðanir, því þú veist hvað þú átt að gera. Ástin er aðal drifkrafturinn þinn, enda er plánetan Venus ríkjandi í þínu lífi og öllu sem þú gerir á næstunni. Það er töfrandi atburðarás í kringum þig sem gefur þér létti og leysir þig undan kvíða, með heillandi orku og næmleika leysir þú upp hvert vandamálið af öðru. Vandamál og erfiðleikar eru líka bara englar í dulargervi og þú átt svo sannarlega eftir að þakka fyrir allt sem þér finnst hafa verið steinar á vegi þínum, því þegar þú lítur til baka sérðu að steinarnir eru í raun demantar til að lýsa þér áfram, gefa þér vit, þrek og þrótt til að sigra allt sem þú þarft. Knús og kveðja, þín Sigga KlingLilja, Jói, Hanna, Friðrik, Steinn og Kim.Vísir/Getty/FBLVog 23. september - 22. októberKári Árnason, landsliðsmaður í fótbolta, 13. október Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður, 6. október Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og sjónvarpskona, 11. október Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnmálamaður, 12. október Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, 4. október Ragga Gísla, tónlistarmaður, 7. október Steinn Steinarr, skáld, 13. október Margret Thatcher, 13. október Fanney Birna Jónsdóttir, fjölmiðlakona, 21. október Friðrik Dór, tónlistarmaður, 7. október JóiPé, tónlistarmaður, 2. október Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttaþulur, 19. október Kim Kardashian, raunveruleikastjarna, 21. október Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Elsku Vogin mín, þó að þér finnist að það sé verið að bíta í þig úr mörgum áttum, þá er það samt ekkert sem mun stoppa þig frekar en fyrri daginn, því þú verður bara sterkari. Það er töluvert eirðarleysi í kringum þig og það er svo merkilegt hvað margir eiga það sameiginlegt í þessu merki að þegar þið farið að ganga fjöll, hlaupa eða stunda einhverja hreyfingu þá nærð þú, Vogin svo réttum fókus til að fá þann kraft sem þarf til að halda áfram, sama hvað aðrir reyna að stoppa þig. Þú hefur farið í gegnum mikinn ólgusjó í lífinu og núna áttu bara að setja allt á fulla ferð, því þú munt fljóta áfram í gegnum þær öldur sem eru í kringum þig. Þú átt að skipta svolítið út því fólki sem þú umgengst og dregur þig niður, þó það sé jafnvel ekki að meina neitt með því. Ég er ekki að segja þú eigir að hætta að umgangast þá sem eru næstir þér núna, heldur áttu að opna fyrir annarskonar tengsl og nýja hópa sem hafa öðruvísi áhugamál og orku til að brjóta upp alla leiðindafasa. Þú þrífst á fólki og fólk þrífst á þér og því meira sem er að gerast í kringum þig fær þig til að gera enn meira af því sem mun afla þér alls sem þú átt skilið. Það er eins og einhver vilji fjárfesta í þér eða fá þig í samstarf og þú skalt vera opin fyrir öllum möguleikum og taka þínar sjálfstæðu ákvarðanir, því þú veist hvað þú átt að gera. Ástin er aðal drifkrafturinn þinn, enda er plánetan Venus ríkjandi í þínu lífi og öllu sem þú gerir á næstunni. Það er töfrandi atburðarás í kringum þig sem gefur þér létti og leysir þig undan kvíða, með heillandi orku og næmleika leysir þú upp hvert vandamálið af öðru. Vandamál og erfiðleikar eru líka bara englar í dulargervi og þú átt svo sannarlega eftir að þakka fyrir allt sem þér finnst hafa verið steinar á vegi þínum, því þegar þú lítur til baka sérðu að steinarnir eru í raun demantar til að lýsa þér áfram, gefa þér vit, þrek og þrótt til að sigra allt sem þú þarft. Knús og kveðja, þín Sigga KlingLilja, Jói, Hanna, Friðrik, Steinn og Kim.Vísir/Getty/FBLVog 23. september - 22. októberKári Árnason, landsliðsmaður í fótbolta, 13. október Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður, 6. október Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og sjónvarpskona, 11. október Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnmálamaður, 12. október Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, 4. október Ragga Gísla, tónlistarmaður, 7. október Steinn Steinarr, skáld, 13. október Margret Thatcher, 13. október Fanney Birna Jónsdóttir, fjölmiðlakona, 21. október Friðrik Dór, tónlistarmaður, 7. október JóiPé, tónlistarmaður, 2. október Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttaþulur, 19. október Kim Kardashian, raunveruleikastjarna, 21. október
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira