Júlíspá Siggu Kling - Vogin: Núna áttu að setja allt á fulla ferð Sigga Kling skrifar 5. júlí 2019 09:00 Elsku Vogin mín, þó að þér finnist að það sé verið að bíta í þig úr mörgum áttum, þá er það samt ekkert sem mun stoppa þig frekar en fyrri daginn, því þú verður bara sterkari. Það er töluvert eirðarleysi í kringum þig og það er svo merkilegt hvað margir eiga það sameiginlegt í þessu merki að þegar þið farið að ganga fjöll, hlaupa eða stunda einhverja hreyfingu þá nærð þú, Vogin svo réttum fókus til að fá þann kraft sem þarf til að halda áfram, sama hvað aðrir reyna að stoppa þig. Þú hefur farið í gegnum mikinn ólgusjó í lífinu og núna áttu bara að setja allt á fulla ferð, því þú munt fljóta áfram í gegnum þær öldur sem eru í kringum þig. Þú átt að skipta svolítið út því fólki sem þú umgengst og dregur þig niður, þó það sé jafnvel ekki að meina neitt með því. Ég er ekki að segja þú eigir að hætta að umgangast þá sem eru næstir þér núna, heldur áttu að opna fyrir annarskonar tengsl og nýja hópa sem hafa öðruvísi áhugamál og orku til að brjóta upp alla leiðindafasa. Þú þrífst á fólki og fólk þrífst á þér og því meira sem er að gerast í kringum þig fær þig til að gera enn meira af því sem mun afla þér alls sem þú átt skilið. Það er eins og einhver vilji fjárfesta í þér eða fá þig í samstarf og þú skalt vera opin fyrir öllum möguleikum og taka þínar sjálfstæðu ákvarðanir, því þú veist hvað þú átt að gera. Ástin er aðal drifkrafturinn þinn, enda er plánetan Venus ríkjandi í þínu lífi og öllu sem þú gerir á næstunni. Það er töfrandi atburðarás í kringum þig sem gefur þér létti og leysir þig undan kvíða, með heillandi orku og næmleika leysir þú upp hvert vandamálið af öðru. Vandamál og erfiðleikar eru líka bara englar í dulargervi og þú átt svo sannarlega eftir að þakka fyrir allt sem þér finnst hafa verið steinar á vegi þínum, því þegar þú lítur til baka sérðu að steinarnir eru í raun demantar til að lýsa þér áfram, gefa þér vit, þrek og þrótt til að sigra allt sem þú þarft. Knús og kveðja, þín Sigga KlingLilja, Jói, Hanna, Friðrik, Steinn og Kim.Vísir/Getty/FBLVog 23. september - 22. októberKári Árnason, landsliðsmaður í fótbolta, 13. október Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður, 6. október Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og sjónvarpskona, 11. október Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnmálamaður, 12. október Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, 4. október Ragga Gísla, tónlistarmaður, 7. október Steinn Steinarr, skáld, 13. október Margret Thatcher, 13. október Fanney Birna Jónsdóttir, fjölmiðlakona, 21. október Friðrik Dór, tónlistarmaður, 7. október JóiPé, tónlistarmaður, 2. október Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttaþulur, 19. október Kim Kardashian, raunveruleikastjarna, 21. október Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira
Elsku Vogin mín, þó að þér finnist að það sé verið að bíta í þig úr mörgum áttum, þá er það samt ekkert sem mun stoppa þig frekar en fyrri daginn, því þú verður bara sterkari. Það er töluvert eirðarleysi í kringum þig og það er svo merkilegt hvað margir eiga það sameiginlegt í þessu merki að þegar þið farið að ganga fjöll, hlaupa eða stunda einhverja hreyfingu þá nærð þú, Vogin svo réttum fókus til að fá þann kraft sem þarf til að halda áfram, sama hvað aðrir reyna að stoppa þig. Þú hefur farið í gegnum mikinn ólgusjó í lífinu og núna áttu bara að setja allt á fulla ferð, því þú munt fljóta áfram í gegnum þær öldur sem eru í kringum þig. Þú átt að skipta svolítið út því fólki sem þú umgengst og dregur þig niður, þó það sé jafnvel ekki að meina neitt með því. Ég er ekki að segja þú eigir að hætta að umgangast þá sem eru næstir þér núna, heldur áttu að opna fyrir annarskonar tengsl og nýja hópa sem hafa öðruvísi áhugamál og orku til að brjóta upp alla leiðindafasa. Þú þrífst á fólki og fólk þrífst á þér og því meira sem er að gerast í kringum þig fær þig til að gera enn meira af því sem mun afla þér alls sem þú átt skilið. Það er eins og einhver vilji fjárfesta í þér eða fá þig í samstarf og þú skalt vera opin fyrir öllum möguleikum og taka þínar sjálfstæðu ákvarðanir, því þú veist hvað þú átt að gera. Ástin er aðal drifkrafturinn þinn, enda er plánetan Venus ríkjandi í þínu lífi og öllu sem þú gerir á næstunni. Það er töfrandi atburðarás í kringum þig sem gefur þér létti og leysir þig undan kvíða, með heillandi orku og næmleika leysir þú upp hvert vandamálið af öðru. Vandamál og erfiðleikar eru líka bara englar í dulargervi og þú átt svo sannarlega eftir að þakka fyrir allt sem þér finnst hafa verið steinar á vegi þínum, því þegar þú lítur til baka sérðu að steinarnir eru í raun demantar til að lýsa þér áfram, gefa þér vit, þrek og þrótt til að sigra allt sem þú þarft. Knús og kveðja, þín Sigga KlingLilja, Jói, Hanna, Friðrik, Steinn og Kim.Vísir/Getty/FBLVog 23. september - 22. októberKári Árnason, landsliðsmaður í fótbolta, 13. október Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður, 6. október Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og sjónvarpskona, 11. október Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnmálamaður, 12. október Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, 4. október Ragga Gísla, tónlistarmaður, 7. október Steinn Steinarr, skáld, 13. október Margret Thatcher, 13. október Fanney Birna Jónsdóttir, fjölmiðlakona, 21. október Friðrik Dór, tónlistarmaður, 7. október JóiPé, tónlistarmaður, 2. október Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttaþulur, 19. október Kim Kardashian, raunveruleikastjarna, 21. október
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira