Lífið

Terry Crews boðar framhald White Chicks

Andri Eysteinsson skrifar
Terry Crews segir Wayans bræður tilbúna í verkið.
Terry Crews segir Wayans bræður tilbúna í verkið. Getty/Rich Fury

Leikarinn Terry Crews segir að vinna muni hefjast við undirbúning framhalds grínmyndarinnar White Chicks frá árinu 2004. Crews greindi frá því í spjallþætti Andy Cohen, Watch What Happens Live að hann hafi hitt Wayans bræður sem léku aðalhlutverkin í myndinni.

„Ég hitti Shawn Wayans og hann var alveg klár,“ sagði Crews og bætti við að hann hafi haldið sér í formi síðustu 15 ár til þess að vera tilbúinn til að takast á við hlutverk sitt sem körfuboltastjarnan Latrell Spencer að nýju.

Í kvikmyndinni White Chicks frá 2004 leika Wayans bræður FBI útsendara sem dulbúa sig sem hvítar konur við rannsókn á mannránum. Myndin fékk slæma dóma frá gagnrýnendum en sló rækilega í gegn hjá áhorfendum og var ein stærsta grínmynd ársins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.