Innlent

Milljónatuga lekatjón í sundlauginni

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Lekatjón varð í sundlaug Flateyrar.
Lekatjón varð í sundlaug Flateyrar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Lekatjón á þaki sundlaugar Flateyrar er metið á 53,3 milljónir króna. Þetta kemur fram í tjónamati sem Tækniþjónusta Vestfjarða skilaði sveitarfélaginu og kynnt var í minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar í síðustu viku.

Þar er rakið að í febrúar 2019 hafi komið í ljós mikill leki inni á þaki sundlaugar Flateyrar og kom í ljós við nánari skoðun að um lagnaleka væri að ræða.

„Ljóst er að lekinn hefur verið til staðar í nokkurn tíma og ástand þaksins því orðið nokkuð slæmt,“ segir í minnisblaði sviðsstjórans.

Í mars staðfesti vátryggingarfélag sveitarfélagsins bótaskyldu vegna tjónsins og var tækniþjónustan fengin til að taka út skemmdirnar og orsakir tugmilljónatjónsins. Segir að lokum að endanlegar bætur hafi ekki enn verið samþykktar en að málið verði útkljáð að loknu sumarleyfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×