Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Tæplega tíu börn, sem hafa átt við verulegan hegðunar- og fíkniefnavanda að etja, hafa á síðustu mánuðunum fallið utan við barnaverndarkerfið eftir að hafa náð 18 ára aldri og flest eru þau nú með öllu eftirlitslaus á götunni án þess að stuðningsfólk geti nokkuð aðhafst. Rætt verður við lögregluvarðstjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir en hann segir mjög erfitt að horfa á eftir þessu unga fólki og geta ekkert að gert. Rætt verður einnig við sóttvarnarlækni og sveitarstjóra í Bláskógabyggð vegna e. coli smitanna sem komið hafa upp hér á landi.

Við fjöllum áfram um keðjuábyrgð sem Efling hyggst láta reyna á gegn fyrirtækinu Eldum rétt, segjum frá uppsögnum hjá Deutsche bank og sjáum fyrstu stjörnu íslenskrar tónlistar sem verður afhjúpuð í Hafnarfirði á eftir.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×